Allar fréttir

Ruðningsbíllinn gat ekki kallað eftir hjálp

Björgunarsveitin Sveinungi á Borgarfirði var í dag kölluð út til að aðstoða bílstjóra snjóruðningsbíls sem lenti í vandræðum á leið af Vatnsskarði niður í Njarðvík. Bílstjórinn gat ekki kallað sjálfur eftir aðstoð þar sem ekkert farsímasamband er á svæðinu.

Lesa meira

Páley lögreglustjóri tímabundið

Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, hefur verið skipuð sem lögreglustjóri á Austurlandi til bráðabirgða.

Lesa meira

73 km af raflínum tíu árum fyrr í jörðu

Lagningu 73 km af raflínum á Austurlandi í jörð og umbreytingu í þrífasa rafmagn verður flýtt um áratug, miðað við áætlun ríkisstjórnarinnar um innviðauppbyggingu sem kynnt var í morgun.

Lesa meira

Hefði verið óskandi að ekki hefði þurft óveðrið til

Formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi segir ánægjulegt að til standi að flýta fyrir uppbyggingu ýmissa innviða í fjórðungnum þótt óskandi hefði verið að ekki hefði þurft óveðrið í desember til að vekja fólk.

Lesa meira

Íbúafundur um framtíðarsýn í uppbyggingu innviða á Reyðarfirði

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur boðað til íbúafundar í Grunnskólanum á Reyðarfirði þriðjudaginn 3. mars nk. þar sem ætlunin er að ræða um framtíðarsýn í uppbyggingu innviða á Reyðarfirði. Fundurinn er settur upp sem hugarflugsfundur þar sem íbúar Reyðarfjarðar setjast niður, ræða forgangsröðun og móta tillögur sem síðan nýtast nefndum sveitarfélagsins og bæjarstjórn til ákvarðanatöku. Fundarstjóri á fundinum verður Héðinn Unnsteinsson, stefnumótunarfræðingur.

Lesa meira

„Góð byrjun og við viljum sjá fleiri á næsta ári“

Um síðustu helgi fór fram í fyrsta skipti Tónlistarhátíðin Köld í Neskaupstað. Fram komu ólíkir listamenn og má því segja að flestir hafi getað fundið eitthvað við sitt hæfi. Hátíðin var vel sótt og eru aðstandendur hennar ánægðir með þessa fyrstu tilraun.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.