Í sögutímum og þegar ég lærði um helförina skildi ég ekki hvernig hún gat gerst. Þegar ég las dagbók Önnu Frank og horfði á bíómyndir um þennan tíma skildi ég það ekkert frekar. Ég skildi ekki hvernig svona mikil illska gat orðið ofan á, hvers vegna enginn stoppaði þetta, hvernig lifði fólk bara lífinu vitandi hvað var að gerast!? En ég huggaði mig við að þetta myndi aldrei gerast aftur, upplýsingaflæði væri orðið meira, alþjóðasamtök stofnuð til að koma í veg fyrir það og reynslunni ríkara myndi mannkynið sjá hvað væri í uppsiglingu og koma í veg fyrir að ámóta hryllingur gæti endurtekið sig.
María Bóel Guðmundsdóttir átti aldrei von á að að hennar fyrsta frumsamda lag sem hún gæfi út fengi hátt í 2000 spilanir á stuttum tíma á tónlistarveitunni Spotify. Lagið samdi hún til afa síns sem hún missti ung.
Stjórnendur fyrirtækja á Austurlandi, sunnan Fagradals, eru svartsýnastir landsmanna á horfur í efnahagsmálum. Þeir eru heldur ekki bjartsýnir á þróun afkomu fyrirtækja sinna. Á sama svæði er mikil þörf eftir fólki með ákveðna færni.
Opið hefur verið fyrir umferð um nýjan veg í botni Berufjarðar síðan á miðvikudag. Á næstunni verður lokið við framkvæmdir á mikið endurbættum vegum um Njarðvíkurskriður og fyrir botni Skriðdals.
Fimmtán ræðarar frá Texas í Bandaríkjunum fóru í gær á róðrabrettum frá Egilsstöðum inn í Atlavík. Leggurinn var hluti af Íslandsferð þeirra sem farin er til að vekja athygli á og safna fé til styrktar sem styðja við fjölskyldur krabbameinssjúklinga.
Dagskrá Neistaflugs í Neskaupstað hófst í gær og heldur áfram í kvöld þótt hátíðin verði ekki sett formlega fyrr en annað kvöld. Framkvæmdastjóri hátíðarinnar segir áhersluna vera á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna.