„Þetta er gamall draumur að rætast. Eftir að ég var með tónleikamaraþonið í Fjarðarborg sumarið 2012 hefur mig alltaf langað að gera eitthvað svipað aftur,” segir tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson, sem verður með tónleikaröðina Frá malbikinu til Milda hjartans í Fjarðarborg á Borgarfirði vikuna fyrir Bræðslu þar sem hann flytur allar sínar fjórar breiðskífur á jafn mörgun kvöldum.
Kuldahret um helgina á ekki að hafa haft mikil áhrif á fuglalíf á Austurlandi, nema þá í allra efstu fjallatindum. Mikilvægast er að fuglarnir hafi aðgang að fæðu.
Eftirlitsflygildi, sem staðsett er á Egilsstaðaflugvelli á vegum Landhelgisgæslunnar, tekur ekki upp myndefni þegar flogið er yfir landi. Íbúar í næsta nágrenni flugvallarins hafa verið hugsi yfir umfangi eftirlitsins.
Heimamaðurinn Ívar Sæmundsson fór með sigur af hólmi í stígvélakasti, lokagrein Landsmóts UJMFÍ fyrir 50 ára og eldri sem haldið var í Neskaupstað um helgina. Ívar fór með fern gullverðlaun heim af mótinu úr kastgreinum sem hann hafði aldrei prófað áður.
Gönguhópur undir merkjum „Enn gerum við gagn“ lauk ætlunarverki sínu fyrir rúmri viku þegar gengið var um Mjóafjörð. Hópurinn sem skipaður er göngugörpum úr félögum eldri borgara í Fjarðabyggð og á Djúpavogi hóf gönguna í maí og hefur nú gengið 350 kílómetra, frá Þvottárskriðum í suðri til Dalatanga í norðri.
Harpa Hlín Jónsdóttir frá Ólafsfirði lét ekki handleggsbrot koma í veg fyrir að hún tæki þátt í Landsmóti UMFÍ fyrir 50 ára og eldri en mótið var haldið í Neskaupstað um helgina.