Guðfinna Harpa Árnadóttir, bóndi á Straumi í Hróarstungu á Fljótsdalshéraði, var á föstudag kjörin formaður Landssambands sauðfjárbænda. Hún vonast til að bjartari tímar séu framundan í sauðfjárrækt þar sem ýmislegt hafi áunnist á síðustu mánuðum
Adolf Guðmundsson lét um síðustu mánaðarmót af störfum sem rekstrarstjóri Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði. Hann hefur starfað við fiskvinnslu og útgerð á Seyðisfirði í meira en fjörtíu ár.
Utanríkisráðuneytið segir að farið hafi verið eftir öllum reglum þegar orrustuþotur flugu Reyðarfirði á miðvikudag. Reyðfirðingar urðu fyrir nokkrum óþægindum af fluginu.
Séra Sigríður Rún Tryggvadóttir var í gærkvöldi sett í embætti prófasta á Austurlands við kvöldmessu í Seyðisfjarðarkirkju. Við Sigríði tekur strax krefjandi verkefni við að leiða sameiningu fimm prestakalla á Austfjörðum í eitt.
Uppbygging í kringum Stuðlagil á Jökuldal fékk hæsta styrkinn af austfirskum verkefnum þegar úthlutað var úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða nýverið. Alls fengu fjögur austfirsk verkefni styrki. Tíu verkefni að auki eru í verkefnaáætlun um uppbyggingu innviða og verndun náttúru til næstu þriggja ára.
„Allt hefur sinn tíma“ stendur á góðum stað. Það gildir um lífið allt,- og fátt virðist hafa meira gildi nú um daga en tíminn. En það er svo yndislegt með tímann að stund tekur við af annarri með nýjum tækifærum. Algengt er að reikna tíma sinn á láréttri línu, en ef nær er skoðað þá er lífið á hringrás með öllum sínum endurtekningum. Náttúran getur kennt okkur margt um það, þó nútíminn með kröfum sínum mæri stundarhag. Birtist það skýrast í kapphlaupinu sem hamast við að vara við glötuðum tækifærum og við verðum því að gefa í. Kaupa meira, gera meira, sigra meira.
Mikil eftirspurn varð til þess að deigið kláraðist á fyrstu opnunarhelgi nýs pítsastaðar á Egilsstöðum. Þar verður meðal annars lögð áhersla á áleggstegundir úr héraði.