„Ég bara trúði þessu varla þegar ég sá þær storma þarna inn,“ segir ferðaþjónustubóndinn Sævar Guðjónsson á Eskifirði, um kind með tvö lömb sem rötuðu inn í húsnæði heilsugæslunnar á Eskifirði um miðjan dag í gær.
Meirihluti hreppsnefndar Vopnafjarðarhrepps felldi á síðasta fundi tillögu minnihlutans um að óska eftir aðild að viðræðum fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi um sameiningu. Íbúakönnun sem gerð var í vor sýndi ekki vilja Vopnfirðinga til sameiningar.
Togarinn Gullver á Seyðisfirði hefur aldrei landað meiri afla á einum mánuði heldur en í nýafstöðnum októbermánuði. Veiðar hafa gengið vel austur af landinu.
Landsmótið er stærsti árlegi viðburður kirkjunnar. Í ár voru þátttakendur um 300 talsins en oft hafa um 700 ungmenni tekið þátt,“ segir Sigríður Tryggvadóttir, prestur á Seyðisfirði, sem kom að vel heppnuðu landsmóti Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar (ÆSKÞ) fór fram á Egilsstöðum í lok október.
Sýning á bútasaumsverkum Önnu Maríu Sveinsdóttur á Stöðvarfirði var haldin í Stöðvarfjarðarskóla um miðjan september. Sýningin var haldin til minningar um Önnu Maríu, sem hefði fagnað 70 ára afmæli sínu um þetta leyti, en hún lést sumarið 2016.
Hollvinasamtök heilbrigðisþjónustu á Fljótsdalshéraði (HHF) eru að hefja söfnun fyrir hjartastuðtæki fyrir heilsugæslustöðina á Egilsstöðum. Markmiðið er að tækið verði komið fyrir lok árs.
Fyrir ári síðan, þann 11. nóvember 2017, voru Norðfjarðargöngin vígð og eru þau því formlega eins árs í dag. Hvað breyttist og hvað hefur í raun gerst í okkar samfélagi við þessa miklu samgöngubót?