„Ég hvet alla sem áhuga hafa að líta við og taka þátt í umræðu um þessi byggðatengdu mál,“ segir Þórarinn Lárusson, formaður Framfarafélag Fljótsdalshéraðs, en félagið heldur í samvinnu við byggðasamtökin Landsbyggðin lifi málþing um byggðamál á Hótel Héraði næsta föstudag.
Starfsmenn HB Granda á Vopnafirði bíða í óvissu eftir fréttum um frekari áform um rekstur fyrirtækisins á Vopnafirði. Breytingar verða á nýrri bolfiskvinnslu félagsins. Ellefu starfsmönnum var sagt upp í morgun.
Vinavikan á Vopnafirði var haldin níunda árið í röð fyrir stuttu. Upplýsingafulltrúi sveitarfélagsins segir verkefnið skila sér með margvíslegum hætti til samfélagsins.
Í upphafi mánaðarins birti loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna nýja skýrslu sem hefur verið kölluð stærsta viðvörun vísindasamfélagsins vegna loftslagsbreytinga eða lokaútkall. Þörf er á byltignakenndum breytingum á samfélags- og efnahagskerfum heimsins ef ekki á allt að fara úr böndunum.
Ellefu starfsmönnum HB Granda á Vopnafirði var í morgun sagt upp vegna breytinga á starfsemi fyrirtækisins þar. Til stendur að hætta bolfiskvinnslu á staðnum í núverandi mynd.
Ellefu starfsmönnum var í dag sagt upp störfum í frystihúsi HB Granda á Vopnafirði. Framkvæmdastjóri AFLs Starfsgreinafélags segist hafa þungar áhyggjur af áhrifunum á nærsamfélagið.