Allar fréttir

„Mér var gefin þrautseigja í vöggugjöf“

„Það var í fyrsta skipti í haust sem mér hálf féllust hendur og ég áttaði mig á því að ég var farin að velta vöngum yfir því hvort við ættum að loka þessu,“ segir Una Sigurðardóttir, sem rekur Sköpunarmiðstöðina á Stöðvarfirði ásamt manni sínum, Vincent Wood og Rósu Valtingojer. Framtíð miðstöðvarinnar er nú í hættu fáist ekki fé til þess að ráðast í gagngerar endurbætur á húsnæðinu.

Lesa meira

Fréttaskýring: HB Grandi gaf og HB Grandi tók

Að morgni þriðjudags var boðað til starfsmannafundar hjá HB Granda á Vopnafirði. Tilefnið var að tilkynna um að til standi að hætta bolfiskvinnslu þar í núverandi mynd sem þýðir að 16-17 störf hjá félaginu leggjast af. Bolfiskvinnslunni var ætlað að minnka árstíðabundnar sveiflur í atvinnulífi staðarins.

Lesa meira

„Það er alveg yndislegt að fá gesti“

Vöfflukaffi er alla miðvikudaga í Tryggvabúð, félagsmiðstöð eldri borgara á Djúpavogi. Kaffið er öllum opið og segir atvinnu- og menningarmálafulltrúi sveitarfélagsins kjörið að enda vinnudaginn á notalegri samveru sem brúar kynslóðabilið.

Lesa meira

Framlag til Austurlands lítilsvirðandi og ámælisvert

Stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) lýsir yfir mikilli óánægju með fjárveitingar til framkvæmda í landshlutanum í umsögn sinni um samgönguáætlun 2019-2033. Stjórnin vonar að hlutur fjórðungsins verði réttur og tekið tillit til forgangsröðunar sem ítrekað hefur verið samþykkt á vettvangi sambandsins.

Lesa meira

Rjúpnaskytta ökklabrotnaði á veiðum

Karlmaður er ökklabrotinn eftir að hafa runnið niður fjallshlíð við rjúpnaveiðar á föstudag. Lögreglan hefur haft eftirlit með skyttum sem verið hafa með allt sitt á hreinu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.