Allar fréttir

Vitnað til Gústu á Refsstað á Alþingi á kvennafrídaginn

Ýmsar fyrirmyndir í jafnréttisbaráttunni, jafnt í fortíð, nútíð, veruleika sem skáldsagnaheimi, voru austfirskum þingmönnum ofarlega í huga í ræðum sem þeir fluttu á Alþingi í tilefni kvennafrídagsins í síðustu viku. Þar komu við sögu Ágústa Þorkelsdóttir, bóndi á Refsstað í Vopnafirði og Píla úr Hvolpasveitinni.

Lesa meira

Bíða eftir að heyra af hugmyndum HB Granda

Oddviti Vopnafjarðarhrepps segir íbúa þar slegna yfir uppsögnum í fiskvinnslu stærsta atvinnurekanda staðarins, HB Granda, í gær. Þeir vona að stjórnendur fyrirtækisins finni aðrar leiðir til að halda uppi atvinnu.

Lesa meira

30% afsláttur í tilefni 30 ára afmælis

Þrjátíu prósenta afsláttur var á öllum vörum, nema tóbaki, í versluninni Kauptúni á Vopnafirði í dag í tilefni þess að þrjátíu ár eru liðin frá opnun hennar. Kaupmaðurinn segir að reksturinn hafi oft verið strembinn í gegnum tíðina en Vopnfirðingar verið tryggir viðskiptavinir.

Lesa meira

Fannst Gautavík „langt-í-burt-istan“

„Það felast mikil tækifæri og að mörgu leyti aukin lífsgæði í því að búa út á landi. Sífellt fleiri eru að átta sig á því sem hefur orðið til þess að þróunin er að snúist við. Síðastliðin tvö ár fluttu fleiri úr þéttbýli í dreifbýli en öfugt, í fyrsta sinn síðan 1906,“ segir Oddný Anna Björnsdóttir en hún flutti nýverið með fjölskyldu sinni í Gautavík í Berufirði þar sem þau reka meðal annars fyrirtækið Geislar hönnunarhús.

Lesa meira

Valdamiklir menn er æsispennandi glæpasagnabálkur

„Sagan tengist Austurlandi aðeins og þá sérstaklega síðasta bókin,“ segir rithöfundurinn Jón Pálsson á Seyðisfirði, en þriðja og síðasta bók hans í lokahluta glæpasagnaþríleiksins Valdamiklir menn kom út á dögunum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.