Ýmsar fyrirmyndir í jafnréttisbaráttunni, jafnt í fortíð, nútíð, veruleika sem skáldsagnaheimi, voru austfirskum þingmönnum ofarlega í huga í ræðum sem þeir fluttu á Alþingi í tilefni kvennafrídagsins í síðustu viku. Þar komu við sögu Ágústa Þorkelsdóttir, bóndi á Refsstað í Vopnafirði og Píla úr Hvolpasveitinni.
„Eins undarlega og það kann að hljóma kviknaði hugmyndin í spjalli nokkurra kvenna á balli í sumar,“ segir Sonja Einarsdóttir, varaformaður Kvennahreyfingar Eskifjarðar, sem formlega verður stofnuð á laugardaginn.
Oddviti Vopnafjarðarhrepps segir íbúa þar slegna yfir uppsögnum í fiskvinnslu stærsta atvinnurekanda staðarins, HB Granda, í gær. Þeir vona að stjórnendur fyrirtækisins finni aðrar leiðir til að halda uppi atvinnu.
Þrjátíu prósenta afsláttur var á öllum vörum, nema tóbaki, í versluninni Kauptúni á Vopnafirði í dag í tilefni þess að þrjátíu ár eru liðin frá opnun hennar. Kaupmaðurinn segir að reksturinn hafi oft verið strembinn í gegnum tíðina en Vopnfirðingar verið tryggir viðskiptavinir.
„Það felast mikil tækifæri og að mörgu leyti aukin lífsgæði í því að búa út á landi. Sífellt fleiri eru að átta sig á því sem hefur orðið til þess að þróunin er að snúist við. Síðastliðin tvö ár fluttu fleiri úr þéttbýli í dreifbýli en öfugt, í fyrsta sinn síðan 1906,“ segir Oddný Anna Björnsdóttir en hún flutti nýverið með fjölskyldu sinni í Gautavík í Berufirði þar sem þau reka meðal annars fyrirtækið Geislar hönnunarhús.
„Sagan tengist Austurlandi aðeins og þá sérstaklega síðasta bókin,“ segir rithöfundurinn Jón Pálsson á Seyðisfirði, en þriðja og síðasta bók hans í lokahluta glæpasagnaþríleiksins Valdamiklir menn kom út á dögunum.