Heimir: Alveg jafn sár eftir þennan leik og seinasta tapleik

kff_hottur_17062011_0070_web.jpgHeimir Þorsteinsson, þjálfari Fjarðabyggðar, var súr í bragði eftir að lið hans hafði tapað fyrir Hetti í Austfjarðaslagnum í annarri deild karla í knattspyrnu í gærkvöld. Hann vildi samt ekki gera neitt meira úr leiknum þótt um nágrannaslag toppliðanna hefði verið að ræða.

 

„Þetta var bara einn leikur. Við töpuðum bara þremur stigum og þeir fengu þrjú. Við töpuðum ekki tíu og þeir fengu ekki tíu. Nágrannaslagir eru alltaf sérstakir en ég er jafn sár eftir þennan tapleik og þann seinasta,“ sagði Heimir í samtali við Agl.is eftir leikinn.

Heimir sagði samt að lítið hefði skilið á milli liðanna þótt Höttur hafi landað sigrinum. „Mér fannst þetta mjög jafn fótboltaleikur en við vorum ekki nógu klókir í seinni hálfleik. Hattarmenn lifa á aukaspyrnum, hornspyrnum og innköstum og eru mjög sterkir þar. Lukkan er Hattarmegin núna og liðið er komið í góða stöðu.“

Fjarðabyggð leikur næst gegn Aftureldingu á heimavelli eftir viku. „Það eru enn þrír mánuðir eftir af mótinu. Við verðum að vinna heimaleikina okkar.“

Meðþjálfari Hauks, Haukur Ingvar Sigurbergsson, var á leikskýrslu í kvöld annan leikinn í röð. Hann hefur ekki leikið síðan á undirbúningstímabilinu fyrra þegar hann sleit krossbönd í hné.

„Það styttist í hann en við viljum ekkert flýta okkur. Hann lenti í erfiðum meiðslum. Haukur hefði getað komið inná í kvöld. Hann spilar fljótlega, vonandi í næsta leik.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.