Lögregla kölluð til vegna leikbrots á knattspyrnuvelli

fotbolti leiknir kf 06082015 0044 webLögreglumenn ræddu við dómara leiks Leiknis og Hattar eftir leik liðanna á Vilhjálmsvelli í lokaumferð annarrar deildar karla í knattspyrnu í dag. Tilefnið var fólskulegt brot leikmanns Leiknis á mótherja.

Einungis voru um tíu mínútur eftir af leiknum og Höttur með 3-1 forustu þegar atvikið átti sér stað. Eftir að dómari leiksins hafi dæmt aukaspyrnu á Leikni kom Hattarmaðurin Friðrik Ingi Þráinsson aðvífandi til að láta óánægju með brotið í ljós.

Framherji Leiknis, Fernando Garcia Castellanos, gaf honum þá olnbogaskot aftan í hnakkann þannig að Friðrik vankaðist mikið og var borinn út af.

Dómarar leiksins sáu atvikið og fékk Fernando umsvifalaust að líta rauða spjaldið. Ekki er þó víst að málinu sé þar með lokið. Atvikið var tilkynnt til lögreglu sem mætti á staðinn og ræddi við dómarana eftir lauk auk annars málsaðilans. Þær upplýsingar fengust hjá lögreglunni að ekki væri ljóst hver framhald málsins yrði.

Það eina sem er öruggt að Fernando missir af fyrstu leikjum næsta tímabils þar sem hann má eiga von á nokkurra leikja banni fyrir brot sitt.

Með ósigrinum missti Leiknis af efsta sæti deildarinnar og þar með meistarabikarnum því Huginn skaust stigi upp fyrir með 1-1 jafntefli gegn Sindra á Höfn. Birkir Pálsson, fyrirliði Seyðfirðinga, jafnaði metinn á síðustu mínútu venjulegs leiktíma.

Leiknismenn voru í efsta sæti fyrir leikinn á markatölu og komust yfir á Egilsstöðum með marki Almars Daða Jónssonar á 20. mínútu. Elvar Ægisson jafnaði fyrir Hött á 40. mínútu, Jordan Farahani kom liðinu yfir á 62. mínútu og Högni Helgason skoraði þriðja markið á 78. mínútu.

Mikilli hiti var í leiknum. Einkum virtust Fáskrúðsfirðingar koma yfirspenntir til leiks og eiga erfitt með að hemja skap sitt. Það reyndist þeim dýrkeypt.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.