Landsbankinn styrkir barna- og unglingastarf Hattar

hottur_landsbankinn_juni11.jpg

Nýverið undirrituðu Davíð Þór Sigurðarson, formaður Íþróttafélagsins Hattar og Arnar Páll Guðmundsson, útibússtjóri Landsbankans á Egilsstöðum samstarfssamning milli félaganna tveggja. Með samningnum verður Landsbankinn einn af aðalstyrktaraðilum barna og unglingastarfs Hattar á Egilsstöðum.

 

Davíð segir að samningurinn mun eflaust styrkja fjárhagslega þær 6 deildir sem bjóða upp á æfingar hjá börnum og unglingum á Fljótsdalshéraði en á árinu 2010 greiddu hátt í 700 börn æfingargjöld til Hattar.

Þetta er fyrsti samningur þessarar gerðar milli Hattar og Landsbankans en bankinn hefur áður stutt við deildir með framlagi vegna ákveðinna verkefna síðustu árin.

Mynd: Davíð Þór Sigurðarson, formaður Hattar til vinstri og Arnar Páll Guðmundsson, útibússtjóri Landsbankans á Egilsstöðum til hægri.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.