Þrymsbikarinn afhentur í fyrsta sinn á úrtökumóti Blæs

blaer_juni11_rslit_ungmennaflokki.jpgÞrymsbikarinn var afhentur í fyrsta sinn á félags- og úrtökumóti Hestamannafélagsins Blæs á Kirkjubólseyrum á laugardag. Stefán Sveinsson frá Útnyrðingsstöðum vann bæði A-flokk og B-flokk gæðinga.

 

Rúmlega fimmtíu félagsmenn og gestir skráður sig til leiks á mótinu. Stefán var í hópi gestanna en hann varð efstur í öllum þeim greinum sem hann tók þátt í, vann bæði A-flokk og skeið á Þokka en B-flokk og tölt á Dís

Á mótinu var Þrymsbikarinn afhentur í fyrsta sinn en hann gáfu Ásdís Helga og Sigursteinn í minningu gæðings síns. Hann er veittur þeim keppanda sem hlýtur hæstu einkunn í yngri flokkum og fengu Dagný Ásta og Vonarstjarni þann heiður að varðveita hann fyrsta árið.

Fyrir besta samanlagðan árangur félagsmanns í fullorðinsflokkum var að vanda hinn glæsilegi Skjónubikar félaganna Ásvalds og Einars veittur og hlaut Þórður Júlíusson hann fyrir frábæra frammistöðu á gæðingum sínum.

Úrslit

B flokkur
1 Dís frá Aðalbóli / Stefán Sveinsson 8,28
2 Kristall frá Syðra-Skörðugili / Helga Rósa Pálsdóttir 8,16
3 Skörungur frá Skorrastað 4 / Þórður Júlíusson 8,02

A flokkur
1 Þokki frá Útnyrðingsstöðum / Stefán Sveinsson 8,01
2 Hulinshjálmur frá Strandarhöfði / Einar Ben Þorsteinsson 7,90
3 Skrúður frá Skorrastað 4 / Jóna Árný Þórðardóttir 7,76

Barnaflokkur
1 Elísabet Líf Theodórsdóttir / Saga frá Flögu 7,65
2 María Bóel Guðmundsdóttir / Fasi frá Nýjabæ 7,39
3 Sigríður T Sigurðardóttir / Sleipnir frá Leysingjastöðum II 7,38

Ungmennaflokkur
1 Dagný Ásta Rúnarsdóttir / Vonarstjarni frá Þorbrandsstöðum 8,17
2  Erla Guðbjörg Leifsdóttir / Ljúfur frá Neðri-Skálateigi 7,85
3 Sunna Júlía Þórðardóttir / Tinna frá Skorrastað 4 7,84

Töltkeppni
1 Stefán Sveinsson / Dís frá Aðalbóli 6,17
2 Þórður Júlíusson / Skörungur frá Skorrastað 4 5,67
3 Hrönn Hilmarsdóttir / Vífill frá Íbishóli 5,50

Unghrossaflokkur
1 Helga Rósa Pálsdóttir og Gaukur frá Efri Skálateigi 1
2 Erla Guðbjörg Leifsdóttir og Kristall frá Neðri-Skálateigi
3 Jóna Árný Þórðardóttir og Skrúður frá Skorrastað 4

Víðavangshlaup
1 Bergrós Guðbjartsdóttir og Gola frá Sauðanesi
2 Erla Guðbjörg Leifsdóttir og Kristall frá Naustum
3 Christina Braun og Vaka frá Skorrastað 4

Skeiðkeppni
1 Stefán Sveinsson og Þokki frá Útnyrðingsstöðum
2 Þórður Júlíusson og Daniella frá Kastalabrekku
3 Sunna Júlía Þórðardóttir og Tinna frá Skorrastað 4

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.