Þrymsbikarinn afhentur í fyrsta sinn á úrtökumóti Blæs
Þrymsbikarinn var afhentur í fyrsta sinn á félags- og úrtökumóti Hestamannafélagsins Blæs á Kirkjubólseyrum á laugardag. Stefán Sveinsson frá Útnyrðingsstöðum vann bæði A-flokk og B-flokk gæðinga.
Rúmlega fimmtíu félagsmenn og gestir skráður sig til leiks á mótinu. Stefán var í hópi gestanna en hann varð efstur í öllum þeim greinum sem hann tók þátt í, vann bæði A-flokk og skeið á Þokka en B-flokk og tölt á Dís
Á mótinu var Þrymsbikarinn afhentur í fyrsta sinn en hann gáfu Ásdís Helga og Sigursteinn í minningu gæðings síns. Hann er veittur þeim keppanda sem hlýtur hæstu einkunn í yngri flokkum og fengu Dagný Ásta og Vonarstjarni þann heiður að varðveita hann fyrsta árið.
Fyrir besta samanlagðan árangur félagsmanns í fullorðinsflokkum var að vanda hinn glæsilegi Skjónubikar félaganna Ásvalds og Einars veittur og hlaut Þórður Júlíusson hann fyrir frábæra frammistöðu á gæðingum sínum.
Úrslit
B flokkur
1 Dís frá Aðalbóli / Stefán Sveinsson 8,28
2 Kristall frá Syðra-Skörðugili / Helga Rósa Pálsdóttir 8,16
3 Skörungur frá Skorrastað 4 / Þórður Júlíusson 8,02
A flokkur
1 Þokki frá Útnyrðingsstöðum / Stefán Sveinsson 8,01
2 Hulinshjálmur frá Strandarhöfði / Einar Ben Þorsteinsson 7,90
3 Skrúður frá Skorrastað 4 / Jóna Árný Þórðardóttir 7,76
Barnaflokkur
1 Elísabet Líf Theodórsdóttir / Saga frá Flögu 7,65
2 María Bóel Guðmundsdóttir / Fasi frá Nýjabæ 7,39
3 Sigríður T Sigurðardóttir / Sleipnir frá Leysingjastöðum II 7,38
Ungmennaflokkur
1 Dagný Ásta Rúnarsdóttir / Vonarstjarni frá Þorbrandsstöðum 8,17
2 Erla Guðbjörg Leifsdóttir / Ljúfur frá Neðri-Skálateigi 7,85
3 Sunna Júlía Þórðardóttir / Tinna frá Skorrastað 4 7,84
Töltkeppni
1 Stefán Sveinsson / Dís frá Aðalbóli 6,17
2 Þórður Júlíusson / Skörungur frá Skorrastað 4 5,67
3 Hrönn Hilmarsdóttir / Vífill frá Íbishóli 5,50
Unghrossaflokkur
1 Helga Rósa Pálsdóttir og Gaukur frá Efri Skálateigi 1
2 Erla Guðbjörg Leifsdóttir og Kristall frá Neðri-Skálateigi
3 Jóna Árný Þórðardóttir og Skrúður frá Skorrastað 4
Víðavangshlaup
1 Bergrós Guðbjartsdóttir og Gola frá Sauðanesi
2 Erla Guðbjörg Leifsdóttir og Kristall frá Naustum
3 Christina Braun og Vaka frá Skorrastað 4
Skeiðkeppni
1 Stefán Sveinsson og Þokki frá Útnyrðingsstöðum
2 Þórður Júlíusson og Daniella frá Kastalabrekku
3 Sunna Júlía Þórðardóttir og Tinna frá Skorrastað 4