Tveir Austfirskir Íslandsmeistarar í spjótkasti

brynjar_dadi_orvar_mi_web.jpgBrynjar Gauti Snorrason og Daði Fannar Sverrisson urðu um helgina Íslandsmeistarar í sínum aldursflokkum í spjótkasti. Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum 15-22ja ára var haldið á Akureyri.
Brynar Gauti kastaði spjótinu 39,43, lengst allra pilta 18-19 ára. Hann varð að auki annar í 1500 metra hlaupi og þriðji í 800 metra hlaupi.

Daði Fannar þeytti spjótinu 46,53 metra og sigraði í flokki 15 ára pilta. Hann varð að auki annar í sleggjukasti, kringlukasti, kúluvarpi og þrístökki auk þess að hljóta bronsverðlaun í 100 metra grindahlaupi.

Örvar Þór Guðnason, þriðji UÍA maðurinn, vann bronsverðlaun í hástökki. Þeir keppa allir fyrir Hött.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.