Eigandi Íslands!

Hermt er að ansi mörgum Austfirðingum hafi orðið starsýnt á andlit Jónasar Guðmundssonar á forsíðu Stundarinnar í dag undir fyrirsögninni „Eigendur Íslands – hagnast um milljarða af aðgengi að náttúruperlum.“

Lesa meira

Næsta skref hjá Sigmundi Davíð?

Atburðir síðustu daga í stjórnmálunum hafa vægast sagt verið með hreinum ólíkindum. Óhætt er að segja að enginn hafi getað séð fyrir atburðarásina sannleikurinn oft ótrúlegri en nokkurt skáldverk.

Lesa meira

Lítil samúð með Grindvíkingum

Djúpavogsbúar virðast litla samúð hafa með bæjarráði Grindavíkur sem virðist telja sig hafa verið snuðað um forkaupsrétt á línuveiðibátnum Óla á Stað og tæplega 1200 tonna kvóta til Loðnuvinnslunnar í síðustu viku eins og Austurfrétt greindi frá í gær.

Lesa meira

Pikachu í felum í Norðfjarðargöngum

Austfirðingar eins og aðrir ganga nú með nefið límt niður í snjallsímana í leit að Pokémon skrímslunum sem leynast á hinum ólíklegustu stöðum.

Lesa meira

Páskafríið var of langt

Snjáldurskruddan (e. Facebook) hefur í dag verið uppfull af frásögnum af misvel lukkuðum aprílgöbbum og grobbi frá þeim sem séð hafa í gegnum göbb annarra.

Lesa meira

Ber stoltur nafnið Skógar-Þröstur

Húsvíkingar fylgjast grannt með sínu fólki og það á við um Þröst Eysteinsson, nýskipaðan skógræktarstjóra, sem þeir virðast hafa ættleitt eftir að hann vann þar sem framhaldsskólakennari að loknu háskólanámi.

Lesa meira

Að vera bjargað úr kvennaklefanum

Baðferðir á Egilsstöðum þykja með sérstæðara móti þessa dagana eftir að ferðamenn fóru í kalda sturtu á Söluskálaplaninu fyrir viku þar sem þeir böðuðu sig en ekki bílinn. Ferð vikunnar gerist reyndar í sundi og er þar um að ræða tvo Egilsstaðabúa.

Lesa meira

Ekki sama Fellaskóli og Fellaskóli

Blaðamenn DV hlupu á sig í gær þegar þeir birtu mynd af Fellaskóla í Fellabæ á Fljótsdalshéraði með frétt um atvik sem átti sér stað í Fellaskóla í Breiðholti í Reykjavík þegar nemanda var neitað um að kaupa sér pítsusneið í mötuneytinu á öskudaginn.

Lesa meira

Flugvöllurinn orðinn fyrir höfninni?

Við móttöku Beitis um jólin var gert grín að því að Norðfjarðarhöfn væri orðin of lítil fyrir skip Síldarvinnslunnar. Huga þyrfti að því þegar farið verður í endurbætur á flugvellinum sem er þar við hliðina.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.