Það fór vart fram hjá nokkrum manni að fyrir skemmstu var svonefnd kjördæmavika Alþingis þar sem þingmenn létu sjá sig og héldu fundi „heima í héraði“.
Ríkissjónvarpið sýndi í síðustu viku heimildamyndina „Blackfish" sem vekur upp spurningar um réttmæti þess að hafa háhyrninga til sýnis í sædýragörðum, meðal annars vegna þess að þeir geta verið hættulegir þjálfurum sínum. Tístið fylgdist áhugasamt með enda Austfirðingur þar í aðalhlutverki.
Eins og Austurfrétt greindi frá í síðustu viku komst Reyðarfjörður á lista CNN yfir áhugaverða staði sem rétt er að heimsækja áður en þeir fyllist á ferðamönnum. Ekki eru þó ekki allir sammála um ágæti staðarins.
Það hefur lengi þótt einkenni góðra sölumanna að geta „kjaftað sig inn á fólk“ og vera hressi og skemmtilegi gaurinn. Þá er samt betra að vera með helstu staðreyndir á hreinu, annars getur endað illa.
Mikil umræða hefur verið í vikunni um skotvopn íslenskra lögreglumanna. Blessunarlega eru fá dæmi eru um að þeir hafi beitt þeim en eitt slíkt kom upp í á Norðfirði þann 1. desember árið 1934.
Keppnismenn í íþróttum hljóta oft verðskuldaðar brottvísanir frá vellinum þegar skapið hleypur með þá í gönur og þeir taka bræði sína út á dómurum, andstæðingum eða í versta falli samherjum.
Austfirðingar sluppu hvað best út úr óveðrinu sem gekk yfir landið í gær og í morgun. Haustið hefur verið blautt en hlýtt og glíma menn því við vandamál sem er þeim fremur framandi.
Sannleiksnefnd Fljótsdalshéraðs ákvað um helgina að greiða bæri Hirti Kjerúlf, bónda á Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal, út hálfa milljón króna í verðlaunafé þar sem meirihluti nefndarinnar taldi sannað að myndband sem hann tók út um eldhúsgluggann heima hjá sér í byrjun febrúar 2012 sýndi í raun Lagarfljótsorminn. Það sem færri vita er að Hjörtur tók annað myndband af orminum skömmu síðar.