Umferðaröryggi og hestar

sigrun julia geirsdottirDaginn er tekið að lengja en þó vantar enn talsvert á að birtutími dagsins nægi þeim sem stunda útivistarsport. Hestamenn hér á Norðfirði eru flestir farnir að þjálfa hross sín enda blómlegt starf í gangi og framundan hjá Hestamannafélaginu Blæ.

Við hestamenn erum þakklátir þeim fjölmörgu ökumönnum sem sýna okkur tillitssemi í umferðinni. Ökumenn sem lækka ljósin þegar ekið er í námunda við hross og knapa, draga úr hraða og snerta ekki flautuna eiga þakkir skildar.

Það getur verið hættuspil þegar hestur fælist, ekki einungis fyrir knapann og hestinn heldur líka fyrir aðvífandi umferð. Því erum við ávallt þakklát þeim ökumönnum sem sýna okkur nærgætni.

Ekki má heldur gleyma þeirri hlið sem snýr að knapanum. Endurskin er mjög mikilvægt þegar riðið er út í skammdeginu. Eins þurfa knapar að víkja vel fyrir ökutækjum þegar ríða þarf á vegi og sýna sérstaka aðgát þegar fara þarf þvert yfir götu.

Stöndum saman í að viðhalda góðri umferðarmenningu þar sem hestar og ökutæki eiga farsæla samleið undir góðri stjórn manna.

Höfundur er formaður Hestamannafélagsins Blæs

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.