Má ég fara í framboð? Já eða nei
Viljum við að einstaklingar spyrji þjóðina hvort þeir megi fara í framboð? Eða viljum við að einstaklingurinn geti boðið sig fram svo við getum myndað okkur skoðun á viðkomandi og kosið já eða nei.Mér finnst furðuleg sú umræða, sem þeir sem eru á móti samningaviðræðum við Evrópusambandið, halda á lofti. Að það sé í lagi að slíta viðræðunum núna því þegar farið var í samningaviðræðurnar á sínum tíma var þjóðin ekki spurð um það!
Hvernig hefði verið hægt að svara svona spurningu á sínum tíma:
Vilt þú fara í samningaviðræður við Evrópusambandið? Já eða nei
Ja, ég veit það bara ekki þar sem ég hef voðalega litar forsendur til að mynda mér skoðun en er ekki gott að skoða alla möguleika eins og staðan er í dag?
Segjum sem svo að meirihluti þjóðarinnar hefði svarað já. Þá hefði þjóðin haft annan möguleika á að segja nei þegar samningur lægi fyrir.
Núna á að slíta viðræðunum einhliða án þess að spyrja þjóðina og helstu rökin fyrir því eru að þjóðin var ekki spurð þegar þær voru hafnar.
En þessu er ekki hægt að líkja saman. Núna er málið dautt og þjóðin fær ekki annan séns, þjóðin fær ekki að eiga síðasta orðið.
Það er ekki í lagi, það er kjánalegt.
Höfundur er gistihúsaeigandi og áhugamaður um að fólk fái að taka afstöðu.
Það er ekki í lagi, það er kjánalegt.
Höfundur er gistihúsaeigandi og áhugamaður um að fólk fái að taka afstöðu.