Nú er tækifæri - nú er nauðsyn

gudmundur kroyer x14Sveitarfélagið okkar skuldar mikið og er í þröngri stöðu. Fyrirsjáanlegar eru hækkanir í tengslum við nýja kjarasamninga og því þarf að taka allan rekstur sveitarfélagsins til endurskoðunar til að mæta rekstri þeirra verkefna sem framundan eru. Ásamt því að ná rekstrarhagræðingu viljum við á D-listanum selja illa nýttar eignir ef ásættanlegt verð fæst fyrir þær.

Á síðasta kjörtímabili hafa litlir fjármunir verið lagðir í viðhald fasteigna. Eitt er að kaupa fasteignir og annað er að reka þær. Ábótavant viðhald á fasteignum sveitarfélagsins sést meðal annars á götum þéttbýlisins og húsnæði í eigu þess. Við á D-listanum viljum að gerð verði heildstæð áætlun um viðhald fasteigna og gatna í sveitarfélaginu.

En ekki er hægt að lækka rekstrarkostnað endalaust án breytinga og því viljum við á D-listanum leggja áherslu á tekjuöflun meðal annars með eflingu atvinnulífsins á komandi kjörtímabili. Við þurfum að vera vakandi fyrir nýjum tækifærum en um leið standa vörð um þá starfsemi sem fyrir er. Við viljum hafa öflugt atvinnulíf, enda er það okkar mat að það sé forsenda framfara og undirstaða velferðar í sveitarfélaginu.

Þetta er langtímaverkefni og því er mikilvægt að allir sem sitja í bæjastjórn komi að þessari vinnu með sameiginlega stefnu til framtíðar. Á þann hátt verður ekki þörf að byrja upp á nýtt á fjögurra ára fresti, ef breytingar verða í stjórn bæjarfélagsins.

Að efla atvinnulífið er verkefni sem auka mun tekjur sveitarfélagsins og efla þá starfsemi sem fyrir er. Þess vegna viljum við á D-listanum ráða atvinnumálafulltrúa í fullt starf sem sér meðal annars um markaðsmál og kynnir sveitarfélagið sem álitlegan kost fyrir nýja atvinnustarfsemi. Við viljum að útbúið sé yfirlit og söluskjal þar sem skýrðir eru helstu möguleikar sveitafélagsins með tilliti til nýrrar atvinnustarfsemi, ásamt kostum svæðisins. Við viljum að atvinnumálanefnd hafi meira vægi innan stjórnsýslunnar en starf nefndarinnar hefur verið of veikt síðasta kjörtímabil að okkar mati.

Vilja þarf til að breyta því sem breyta þarf til betri vegar og kjark til að fylgja því eftir.

Ef þú kjósandi góður er sammála okkur – settu þá x við D í komandi kosningum.

Höfundur skipar 2. sæti á D-lista Sjálfstæðisflokksins á Fljótsdalshéraði.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.