Á ferð um páskana

LandsbjörgJónas Guðmundsson

Útivist og ferðalög fjölskyldunnar er fastur liður á flestum heimilum og nú um páska leggja líklega þúsundir þeirra land undir fót. Til þess að ferðalagið skapi góðar minningar og heppnist sem best er mikilvægt að vera með réttan útbúnað og undirbúa sig vel. 

Höfum því eftirfarandi atriði í huga:

  • Kynnum okkur aðstæður á svæðinu og veðurspá t.d. á www.vedur.is og www.belgingur.is. Förum ekki af stað ef veður eru válynd.
  • Höfum allan fatnað og annan búnað með í för s.s. skyndihjálpartösku og slíkt. Á vef Safetravel  má finna tillögur að búnaðarlistum fyrir flestar tegundir ferða.
  • Útbúum bifreiðina þannig að í henni séu aukafatnaður, nesti og jafnvel svefnpoki eða teppi. Slíkt getur skipt sköpum ef óvæntar tafir verða á ferðalaginu. 
  • Fjarskiptatæki sem virka á svæðinu þurfa að vera með hvort sem það er farsími, talstöð eða gervihnattasími. Kannaðu því hvernig samband er á þínu ferðasvæði áður en lagt er af stað.
  • Skiljum eftir ferðaáætlun hjá einhverjum sem getur brugðist við ef á þarf að halda. Slíkt má til dæmis gera á www.safetravel.is en þá er ferðaáætlunin til staðar hjá björgunarsveitum landsins. Slíkt er mikið öryggisatriði ef á þarf að halda.

Á vef Sjóvá www.sjova.is má finna gott vindakort þar sem má sjá staði sem ber að varast í sterkum vindhviðum en slíkt er gott hjálpartæki fyrir þá sem ferðast með eftirvagna s.s vélsleða- eða fjórhjólakerrur. Séu slík tæki með í för þarf að tryggja að allir kunni að umgangast þau hvort sem þeir eru ökumenn eða farþegar. Hjálmur og annar öryggisbúnaður getur skipt sköpum ef slys ber að höndum. 

Margir staðir í náttúrinni eru varasamir og þá sérstaklega ef litlir fjörkálfar eru með í för. Í fjörum landsins þarf að passa sig á því svæði sem öldurnar ná til fólks á. Við gljúfur og kletta þarf að fara varlega og þá sérstaklega á þessum árstíma þegar jarðvegur er blautur og laus í sér. Höldum okkur i tveggja til þriggja metra fjarlægð og leiðum afkvæmin.

Eins og fyrr sagði skiptir góður undirbúningur öllu máli til að hámarka líkur á góðri upplifun í ferðalaginu. Spörum því ekki tímann í undirbúninginn – hann skilar sér margfalt tilbaka.

 

Höfundur er verkefnastjóri hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg 

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.