Lagarfljótsormurinn, Gistihúsið, Borgarfjörður Eystri og fleira í Forbes: Þetta var óvænt og skemmtilegt ævintýri

Siggalund austurfrettÉg lenti í því skemmtilega ævintýri á dögunum að grein um mig og nýja lífið mitt í sveitinni birtist á hinum virta fjölmiðli Forbes.

Þetta byrjaði allt fyrir nokkrum vikum á því að Hjörtur Smárason vinur minn sem er búsettur í Danmörku hafði samband við mig sagðist hafa bent virtum blaðamanni að nafni David Mac Dougall á þessa flottu útvarpskonu sem hafði yfirgefið höfuðborgina til að flytja út lengst út í sveit til að gerast bóndi. En blaðamaðurinn var að leita af áhugaverðu fólki til að skrifa um. Hjörtur spurði hvort hann mætti hafa samband við mig? Hann sagði mér líka að þessi David starfaði hjá AP og Forbes. Forbes vissi ég hvað var en ég var ekki að kveikja á AP, en ég komst að því síðar að það er mjög virt fréttaveita úti í hinum stóra heimi. Ég hugsaði bara enn spennandi. Auðvitað má hann hafa samband. Maður lendir ekki í svona skemmtilegheitum á hverjum degi.

David hafði svo samband áður en langt um leið og viðtalsferlið byrjaði. David er skoskur og er þekktur blaðamaður og virtur í sínu fagi. Hann hafði starfað lengi sem stríðsfréttamaður þegar hann vatt sínu kvæði í kross og fór að skrifa um fólk í norðri og hefur hann verið staðsettur í Helsingi í Finnlandi síðastliðin tvö ár. Hann var mjög fagmannlegur og samskiptin við hann voru ekkert nema æðisleg.

Í greininni í Forbes er ég að lýsa lífi mínu í sveitinni, breytingunum og öllu því sem tilheyrir því að gerast bóndi. Ég tala líka heilmikið um Austurland og mæli með þó nokkrum stöðum fyrir erlenda ferðamenn að kíkja á ef þeir mundu einhvern tíma koma til Íslands og ferðast á þessum slóðum. Ég tala um Jökuldalinn, Egilsstaði, Lagarfljótsorminn, Kárahnjúka, Laugavelli, Gistihúsið og Borgarfjörð Eystri svo eitthvað sé nefnt.

Þetta var gaman, skemmtilegt "upplivelsi" sem sannarlega gaf lífi mínu lit. Ég mun varðveita þetta í minningarbankanum um aldur og æfi. En sjón er sögu ríkari. Smelltu HÉR til að lesa greinina í Forbes.

Sigga Lund bloggar um ævintýrin í sveitinni og um allt sem skiptir hana máli á siggalund.is. Skoðaðu myndir með bloggi HÉR

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.