Missa 22 tíma af æfingatímabilinu

audur vala okt14Elsti hópur fimleikadeildar Hattar sem keppir bæði á Íslandsmóti og í deildarkeppni Fimleikasambands Íslands missir 22 tíma af undirbúningstímabili sínu fyrir fyrsta mót vetrarins eða þrjár vikur miðað við að sé æft þrisvar sinnum í viku.

Í haust ákvað körfuknattleiksdeild Hattar og Körfuknattleikssamband Íslands (KKÍ) að setja meistaraflokksleiki Hattar á föstudaga þótt vitað væri að þetta væri æfingartími fimleikadeildar Hattar og tími elstu iðkenda deildarinnar líkt og undanfarin ár.

Ekki var haft samráð við forsvarsmenn fimleikadeildarinnar og því búið að raða niður og fast setja tímatöflu vetrarins í fimleikum. Erfitt er að flytja hópa á milli í tímatöflunni þar sem iðkendur telja um 230 talsins og um 30-60 iðkendur á sama tíma og elstu iðkendur sjálfir að þjálfa til að anna öllum þeim sem vilja stunda greinina.

Fyrir komandi keppnishóp er þetta mikill missir þar sem greinin inniheldur þrjár keppnisgreinar og vegna tímaleysis í íþróttahúsi getum við ekki æft eins oft eða mikið og önnur félög, ásamt því að hafa ekki samsvarandi aðstöðu og þau félög sem við keppum við. Því er þessi tími mjög verðmætur fyrir liðið. Ég veit ekki hvort stelpurnar verði tilbúnar fyrir keppni eftir að hafa misst allan þennan tíma og sú spurning hefur komið upp hvort við getum farið í keppni.

Fyrir fimleikadeild Hattar hefur þetta mikinn aukakostnað í för þar sem við þurfum að ganga frá öllum salnum og koma svo aftur seint að kvöldi til að byggja öll áhöldin aftur fyrir laugardagsmorgun. Þetta telur tæpa 2 tíma. Hver á að greiða þennan kostnað, íþróttafélagið Höttur, körfuknattleiksdeild Hattar eða KKÍ? En það er fimleikadeild Hattar sem situr uppi með kostnaðinn.

Mér þætti gaman að sjá hvort öðrum greinum innan Hattar yrði boðin svona framkoma og hvort aðrar deildir væru til í að missa svona mikið af æfingatíma á undirbúningstímabili fyrir komandi keppnistímabil.

Körfuknattleikssambandið hafnaði beiðni sem kom inn frá körfuboltadeild Hattar í nóvember um breytingu á keppnistíma eftir áramót. Þeirri beiðni var hafnað því miður. Til að mynda leikur ÍA fimmtudaga og sunnudaga þar sem fimleikadeild Akranes æfir á föstudögum og laugardögum líkt og okkar deild hér á Egilsstöðum.

Ég vona að aðrar íþróttagreinar innan Hattar lendi ekki í þessari aðstöðu líkt og við, þetta er vont og stressandi fyrir unga keppendur sem hafa sett sér markmið og vilja standa sig vel.

Höfundur er yfirþjálfari fimleikadeildar Hattar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.