Opið bréf til bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs: Heilsuefling Heilsurækt vs. Héraðsþrek, samkeppni?!?!?
Upphaflegar forsendur rekstrarSíðasta haust, nánar tiltekið í september 2014, stofnaði ég fyrirtæki ásamt 2 öðrum konum. Hugmyndin var búin að brjótast um í mér í langan tíma en ég byrjaði að gera viðskiptaáætlun fyrir hugmyndina vorið 2013. Um var að ræða líkamsræktarstöð á Egilsstöðum í megindráttum en forsendur og útfærsla hafa breyst mikið á þessu tímabili. Til þess að gera langa sögu stutta að þá tók ég ákvörðun um að ganga alla leið með hugmyndina síðasta sumar þegar ég var búin að fá það uppgefið hjá starfsmönnum Fljótsdalshéraðs að sú líkamsræktarstöð sem fyrir var á Egilsstöðum ætti lítið sem ekkert að gera fyrir næstu árin vegna fjárskorts sveitarfélagsins.
Ég var búin að vera í miklum samskiptum við nokkra aðila innan sveitarfélagsins nokkra mánuði og ár á undan en ég hef kennt töluvert við Héraðsþrek allt frá því að ég flutti til Egilsstaða árið 2004. Mér var það ljóst að það væri ekki vilji fyrir breytingar frá ráðmönnum innan sveitarfélagsins þó ég vilji nú sérstaklega taka það fram að mér er vel kunnugt um að fyrrverandi forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum hafði margreynt að fá frekara fjármagn í endurbætur og þróun á Héraðsþrek.
Það er alveg ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir okkur að opna aðra líkamsræktarstöð í ekki stærra sveitarfélagi en Fljótsdalshérað er en ég var sannfærð um að með góðri þjónustu myndi okkur takast að fá til okkar viðskiptavini. Einnig gerði ég ráð fyrir því að Héraðsþrek myndi ekki taka þátt í markaðslegri eða þróunarlegri samkeppni.
Það sem ég meina er að Héraðsþrek myndi starfa áfram í þeirri mynd sem hún var í þegar ég stofnaði fyrirtækið, myndi ekki gera breytingar á starfseminni með því að bjóða upp á t.d meiri þjónustu eða fara inn aðrar brautir en starfsemin hafði verið árin á undan. Þá gerði ég ráð fyrir því að ef um endurbætur eða endurnýjun yrði á tækjakosti eða aðstöðu innan Héraðsþreks að þá yrði fjármagn í slíkt tekið út úr rekstri stöðvarinnar en ekki með sérstökum fjárveitingum frá sveitarfélaginu. Á grundvelli 14. gr. samkeppnislaga getur Samkeppniseftirlitið mælt fyrir um fjárhagslegan aðskilnað milli samkeppnisrekstrar opinbers aðila og þess rekstrar sama aðila sem nýtur einkaleyfis eða verndar, t.d. í því formi að þiggja opinbert fé til starfseminnar. Þegar kveðið er á um fjárhagslegan aðskilnað í þessu samhengi er það gert í þeim tilgangi að opinbert fé sé ekki nýtt til að greiða niður samkeppnisrekstur.
Nýtt fólk, nýjar áherslur, hvenær á slíkt við?
Síðan að við stofnuðum fyrirtækið að þá hafa orðið mannabreytingar í Héraðsþrek en þar tók nýr forstöðumaður við seint á síðasta ári. Það er gott og blessað og örugglega stórfín manneskja þar á ferðinni sem hefur orð á sér að vera ákveðin, jákvæð, mannblendin, hugmyndarík og bara hin allra besta persóna. Það hafa líka orðið ýmsar breytingar á rekstri Héraðsþreks síðan að hún tók við, breytingar sem ég tel að séu athugaverðar þar sem hér er sveitarfélagið rekstraaðilinn.
Það að nýr forstöðumaður hafi nýjar og ferskar hugmyndir um það hvernig eigi að reka líkamsræktarstöð er bara ekki nægjanleg ástæða fyrir þessum breytingum að mínu mati því það er sveitarfélagið sem er rekstraaðilinn en ekki hún persónulega eða eitthvað fyrirtæki í einkaeigu sem þarf að standa í sömu sporum og við.
Aðrar breytingar sem urðu líka á síðasta ári eru að það kom nýtt fólk í brúnna í stjórn sveitarfélagsins í kjölfar sveitastjórnakosninga vorið 2014. Með nýju fólki koma líka nýjar áherslur. Ég tel að það séu ekki heldur nógu góðar skýringar fyrir þessum breytingum á daglegum rekstri Héraðsþreks. Þrátt fyrir að allt þetta fólk sé eflaust með góðar hugmyndir og séu ákveðnari og klárari í framsetningu á kröfum sínum sem gerir það að verkum að það er að ná sínu fram að þá þurfa allir að líta á þá staðreynd að sveitarfélagið þarf að stíga varlega til jarðar þegar það er í sambærilegum rekstri og einkaaðili út í bæ.
Þetta er oftast nær kallað samkeppni en einhverja hluta vegna að þá má ég helst alls ekki taka það orð mér í munn þegar ég ræði um þetta málefni við starfsmenn eða fólk sem tengist þessum málflokk.Ég hef undantekningarlaust verið stöðvuð og mér verið sagt að Héraðsþrek sé ALLS EKKI í samkeppni við Heilsueflingu heilsurækt.
Hvað er samkeppni?
Það er hægt að skilgreina samkeppni út frá atvinnugrein og er þessi hefðbundna rekstrarhagfræðilega skilgreining þannig að fyrirtæki sem eru í sömu atvinnugrein séu í samkeppni. Ef samkeppni er skilgreind út frá markaðnum að þá telst sú starfsemi vera í samkeppni sem fullnægir sömu eða svipuðum þörfum neytandans, þ.e ef neytendur hafa vel um tvær eða fleiri leiðir til að fullnægja þörfum sínum og löngunum að þá sé til staðar samkeppni.
Það er því ekki vafamál ef litið er til þessara skilgreininga að Héraðsþrek og Heilsuefling heilsurækt eru að starfa á samkeppnismarkaði. Þá er ágætt að komi líka fram að við höfum fengið höfnun á styrkumsókn að ekki sé hægt að veita styrk þar sem við séum í samkeppni innan markaðssvæðis.
Það að starfa í samkeppni er alls ekki svo slæmt og við hræðumst það ekki, en það er ekki sanngjarnt að starfa á samkeppnismarkaði þar sem samkeppnisaðilinn getur farið í útsvarið okkar til að ná sér í pening ef þeir þurfa á því að halda til endurbóta og fjármögnunar, eða til þess að laga hallan á starfseminni eftir árið, ef einhver halli er á henni. Þar fyrir utan að þá þarf sveitarfélagið að starfa eftir lögum. Ef að það er almennt litið svo á að sveitarfélög eigi ekki að standa í rekstri á samkeppnisgrundvelli almennt séð að þá þarf það fólk sem stendur að stjórnun sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs að horfa til þess.
Ef að sveitarfélagið Fljótsdalshérað telur sig þurfa að veita enn frekari þjónustu á þessu sviði í sveitarfélaginu til þess að gæta hagsmuna þeirra sem þar búa að þá förum við fram á að það sé rökstutt með lagalegum skýringum. Því miður að þá hafa starfsmenn málaflokksins notað annarskonar rökstuðning á því hversvegna Héraðsþrek ætti að bæta þjónustu sína og höfða þar til samvisku þeirra sem hér ritar. Ég hef verið spurð að því hvort ég vilji koma í veg fyrir það að fólk vilji fá betri aðstöðu í sveitarfélagið með því að gera athugasemdir við að ég tel að það sé verið að brjóta á okkur.
Ég er þeirra skoðunar að sveitarfélagið sé að brjóta á okkur í hvert skipti sem aukið er við þjónustustig í Héraðsþreki að einhverju leiti eða allt frá því að við stofnuðum okkar fyrirtæki í september 2014. Af þeim orsökum að þá er ég á móti því að það sé gerð breyting á þjónustu í Héraðsþrek sem eykur þjónustustigið þar hvort sem um er að ræða rýmri opnunartíma, bætt við aðstöðu eða boðið upp á frekari persónulega þjónustu.
Breytingar í Héraðsþrek
En hvað er það svo sem mér finnst vera athugavert við þær breytingar sem átt hafa sér stað undanfarna mánuði í rekstri Héraðsþreks?
• Í fjárhagsáætlun vegna ársins 2015 er gert ráð fyrir sérstöku fjármagni til Héraðsþreks (sem sagt ekki skilgreint þannig að það verði tekið úr rekstri stöðvarinnar) upp á 3.000.000 kr. til endurnýjunar á tækjum og aðstöðu innan stöðvarinnar.
• Heilsuefling hefur lagt mikla áherslu á að gera aðstöðuna þannig að hægt verið að stunda Ólympískar lyftingar. Það felur meðal annars í sér að „droppa" eða mega láta lóðin fara í gólfið úr allt að 2 – 3 metra hæð. Þetta hefur ekki verið leyfilegt í Héraðsþrek undanfarin ár enda skapast töluverður hávaði við þessa aðgerð. Í apríl 2015 var bætt við aðstöðu Héraðsþreks með því að opna sérstakt svæði þar sem hægt er að stunda Ólympískar lyftingar með því „droppi" sem því tilheyrir.
• Héraðsþrek hefur opnað kl. 6:30 undanfarin ár þrátt fyrir ítrekaðar óskir iðkenda um að opnunartími yrði færður fram um hálftíma eins og opnunartíminn var áður fyrr. Þetta var tekið af á sínum tíma þar sem talið var að þetta væri of mikill kostnaður fyrir sveitarfélagið. Í fundargerð Íþrótta – og tómstundanefndar af fundi sem haldin var 11. mars kemur fram að íþrótta og tómstundanefnd sé sammála um að æskilegt sé að lengja opnunartímann í íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum. Það er búið að áætla að kostnaður við það sé um 600 – 700 þúsund á ári. Nefndin hyggst taka málið upp í samstarfi við forstöðumann íþróttamiðstöðvarinnar þegar líða tekur á árið og þegar fyrir liggur rekstrastaða miðstöðvarinnar. Við teljum að ef af þessum lengri opnunartíma kæmi til í Héraðsþrek að þá sé hér verið að bæta við þjónustuna til þess að koma á móts við markaðinn.
• Fljótlega eftir áramótin 2014-2015 var auglýst á veggjum Héraðsþreks leiðbeinandi í tækjasal Héraðsþreks á sérstökum tímum til að veita aðstoð og þjónustu í tækjasal. Slík þjónusta hefur ekki verið í boði fyrir iðkendur Héraðsþreks í nokkur ár.
Sveitarfélagið haldi sig við áætlanir um óbreytt ástand innan dyra Héraðsþreks
Við sem stöndum að Heilsueflingu erum ekki að fara fram á að Héraðsþrek verði rekið á neinn annan hátt en það hefur verið gert undanfarin ár en, við hljótum að gera athugasemdir þegar gerðar eru breytingar á rekstrinum til þess að þjóna hagsmunum neytandans.
Við hefðum viljað fá úr því skorið, hversu langt sveitarfélagið má ganga í breytingu á rekstri sem hefur verið í sama farinu til fjölda ára. Ég ítreka að mér finnst það ekki koma málinu við að hér sé komið nýtt blóð og nýjar hugmyndir. Það er aukaatriði þar sem sveitarfélagið er rekstraraðilinn.
Það þarf að setja einhver mörk á það hvað er leyfilegt að gera og hvað ekki og fara svo eftir því.
Við viljum svör um stefnu bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs
1. Við óskum því eftir því að þetta bréf okkar verði tekið til umræðu í þeim nefndum sem bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs telur að þetta erindi eigi við en þar mætti t.d nefna atvinnumálanefnd og íþrótta – og tómstundanefnd.
2. Við viljum að stjórnendur sveitarfélagsins svari okkur því á hvaða forsendum Héraðsþrek verði rekið í ljósi þess að annað fyrirtæki í einkaeigu er komið inn á sama markaðssvæði, og færi fyrir því lagaleg rök. Við óskum eftir rökstuðningi fyrir því á hvaða forsendum þjónustustig hefur breyst frá því að Heilsuefling heilsurækt ehf. hóf starfa í september 2014. Við minnum stjórnendur sveitarfélagsins á að þar sem ekki er um einkafyrirtæki að ræða að þá geti rökin „nýjar hugmyndir með nýju fólki" varla talist vera nægjanlegar lagalegar skýringar, nema jú að það sé tekið fram í lögum að slíkt sé í lagi.
3. Við óskum eftir rökstuddu svari við því að Heilsuefling heilsurækt ehf. fái sambærilegan styrk og Héraðsþrek fékk þegar fjárhagsáætlun fyrir 2015 var samþykkt, 3.000.000 kr til endurbóta og endurnýjunar á tækjum og aðstöðu í Héraðsþreki.
4. Þá förum við fram á að bæjarstjórn álykti um það hvernig stefna sveitarstjórnar á Fljótsdalshéraði er til atvinnuþróunar í sveitarfélaginu og hvert viðhorf þeirra er til atvinnusköpunar og stuðnings við ný fyrirtæki á svæðinu.
5. Að lokum förum við fram á skýr svör um hver sé stefna sveitarstjórnar um rekstur sveitarfélagsins á afmörkuðum rekstraeiningum eins og Héraðsþrek sem starfa í samkeppnisumhverfi og hvort það megi eiga von á því að sveitarfélagið verði í áframhaldandi samkeppni við einkafyrirtæki í sveitarfélaginu.
Virðingarfyllst,
Fjóla M. Hrafnkelsdóttir
Formaður stjórnar Heilsuefling heilsurækt ehf.
Það er alveg ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir okkur að opna aðra líkamsræktarstöð í ekki stærra sveitarfélagi en Fljótsdalshérað er en ég var sannfærð um að með góðri þjónustu myndi okkur takast að fá til okkar viðskiptavini. Einnig gerði ég ráð fyrir því að Héraðsþrek myndi ekki taka þátt í markaðslegri eða þróunarlegri samkeppni.
Það sem ég meina er að Héraðsþrek myndi starfa áfram í þeirri mynd sem hún var í þegar ég stofnaði fyrirtækið, myndi ekki gera breytingar á starfseminni með því að bjóða upp á t.d meiri þjónustu eða fara inn aðrar brautir en starfsemin hafði verið árin á undan. Þá gerði ég ráð fyrir því að ef um endurbætur eða endurnýjun yrði á tækjakosti eða aðstöðu innan Héraðsþreks að þá yrði fjármagn í slíkt tekið út úr rekstri stöðvarinnar en ekki með sérstökum fjárveitingum frá sveitarfélaginu. Á grundvelli 14. gr. samkeppnislaga getur Samkeppniseftirlitið mælt fyrir um fjárhagslegan aðskilnað milli samkeppnisrekstrar opinbers aðila og þess rekstrar sama aðila sem nýtur einkaleyfis eða verndar, t.d. í því formi að þiggja opinbert fé til starfseminnar. Þegar kveðið er á um fjárhagslegan aðskilnað í þessu samhengi er það gert í þeim tilgangi að opinbert fé sé ekki nýtt til að greiða niður samkeppnisrekstur.
Nýtt fólk, nýjar áherslur, hvenær á slíkt við?
Síðan að við stofnuðum fyrirtækið að þá hafa orðið mannabreytingar í Héraðsþrek en þar tók nýr forstöðumaður við seint á síðasta ári. Það er gott og blessað og örugglega stórfín manneskja þar á ferðinni sem hefur orð á sér að vera ákveðin, jákvæð, mannblendin, hugmyndarík og bara hin allra besta persóna. Það hafa líka orðið ýmsar breytingar á rekstri Héraðsþreks síðan að hún tók við, breytingar sem ég tel að séu athugaverðar þar sem hér er sveitarfélagið rekstraaðilinn.
Það að nýr forstöðumaður hafi nýjar og ferskar hugmyndir um það hvernig eigi að reka líkamsræktarstöð er bara ekki nægjanleg ástæða fyrir þessum breytingum að mínu mati því það er sveitarfélagið sem er rekstraaðilinn en ekki hún persónulega eða eitthvað fyrirtæki í einkaeigu sem þarf að standa í sömu sporum og við.
Aðrar breytingar sem urðu líka á síðasta ári eru að það kom nýtt fólk í brúnna í stjórn sveitarfélagsins í kjölfar sveitastjórnakosninga vorið 2014. Með nýju fólki koma líka nýjar áherslur. Ég tel að það séu ekki heldur nógu góðar skýringar fyrir þessum breytingum á daglegum rekstri Héraðsþreks. Þrátt fyrir að allt þetta fólk sé eflaust með góðar hugmyndir og séu ákveðnari og klárari í framsetningu á kröfum sínum sem gerir það að verkum að það er að ná sínu fram að þá þurfa allir að líta á þá staðreynd að sveitarfélagið þarf að stíga varlega til jarðar þegar það er í sambærilegum rekstri og einkaaðili út í bæ.
Þetta er oftast nær kallað samkeppni en einhverja hluta vegna að þá má ég helst alls ekki taka það orð mér í munn þegar ég ræði um þetta málefni við starfsmenn eða fólk sem tengist þessum málflokk.Ég hef undantekningarlaust verið stöðvuð og mér verið sagt að Héraðsþrek sé ALLS EKKI í samkeppni við Heilsueflingu heilsurækt.
Hvað er samkeppni?
Það er hægt að skilgreina samkeppni út frá atvinnugrein og er þessi hefðbundna rekstrarhagfræðilega skilgreining þannig að fyrirtæki sem eru í sömu atvinnugrein séu í samkeppni. Ef samkeppni er skilgreind út frá markaðnum að þá telst sú starfsemi vera í samkeppni sem fullnægir sömu eða svipuðum þörfum neytandans, þ.e ef neytendur hafa vel um tvær eða fleiri leiðir til að fullnægja þörfum sínum og löngunum að þá sé til staðar samkeppni.
Það er því ekki vafamál ef litið er til þessara skilgreininga að Héraðsþrek og Heilsuefling heilsurækt eru að starfa á samkeppnismarkaði. Þá er ágætt að komi líka fram að við höfum fengið höfnun á styrkumsókn að ekki sé hægt að veita styrk þar sem við séum í samkeppni innan markaðssvæðis.
Það að starfa í samkeppni er alls ekki svo slæmt og við hræðumst það ekki, en það er ekki sanngjarnt að starfa á samkeppnismarkaði þar sem samkeppnisaðilinn getur farið í útsvarið okkar til að ná sér í pening ef þeir þurfa á því að halda til endurbóta og fjármögnunar, eða til þess að laga hallan á starfseminni eftir árið, ef einhver halli er á henni. Þar fyrir utan að þá þarf sveitarfélagið að starfa eftir lögum. Ef að það er almennt litið svo á að sveitarfélög eigi ekki að standa í rekstri á samkeppnisgrundvelli almennt séð að þá þarf það fólk sem stendur að stjórnun sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs að horfa til þess.
Ef að sveitarfélagið Fljótsdalshérað telur sig þurfa að veita enn frekari þjónustu á þessu sviði í sveitarfélaginu til þess að gæta hagsmuna þeirra sem þar búa að þá förum við fram á að það sé rökstutt með lagalegum skýringum. Því miður að þá hafa starfsmenn málaflokksins notað annarskonar rökstuðning á því hversvegna Héraðsþrek ætti að bæta þjónustu sína og höfða þar til samvisku þeirra sem hér ritar. Ég hef verið spurð að því hvort ég vilji koma í veg fyrir það að fólk vilji fá betri aðstöðu í sveitarfélagið með því að gera athugasemdir við að ég tel að það sé verið að brjóta á okkur.
Ég er þeirra skoðunar að sveitarfélagið sé að brjóta á okkur í hvert skipti sem aukið er við þjónustustig í Héraðsþreki að einhverju leiti eða allt frá því að við stofnuðum okkar fyrirtæki í september 2014. Af þeim orsökum að þá er ég á móti því að það sé gerð breyting á þjónustu í Héraðsþrek sem eykur þjónustustigið þar hvort sem um er að ræða rýmri opnunartíma, bætt við aðstöðu eða boðið upp á frekari persónulega þjónustu.
Breytingar í Héraðsþrek
En hvað er það svo sem mér finnst vera athugavert við þær breytingar sem átt hafa sér stað undanfarna mánuði í rekstri Héraðsþreks?
• Í fjárhagsáætlun vegna ársins 2015 er gert ráð fyrir sérstöku fjármagni til Héraðsþreks (sem sagt ekki skilgreint þannig að það verði tekið úr rekstri stöðvarinnar) upp á 3.000.000 kr. til endurnýjunar á tækjum og aðstöðu innan stöðvarinnar.
• Heilsuefling hefur lagt mikla áherslu á að gera aðstöðuna þannig að hægt verið að stunda Ólympískar lyftingar. Það felur meðal annars í sér að „droppa" eða mega láta lóðin fara í gólfið úr allt að 2 – 3 metra hæð. Þetta hefur ekki verið leyfilegt í Héraðsþrek undanfarin ár enda skapast töluverður hávaði við þessa aðgerð. Í apríl 2015 var bætt við aðstöðu Héraðsþreks með því að opna sérstakt svæði þar sem hægt er að stunda Ólympískar lyftingar með því „droppi" sem því tilheyrir.
• Héraðsþrek hefur opnað kl. 6:30 undanfarin ár þrátt fyrir ítrekaðar óskir iðkenda um að opnunartími yrði færður fram um hálftíma eins og opnunartíminn var áður fyrr. Þetta var tekið af á sínum tíma þar sem talið var að þetta væri of mikill kostnaður fyrir sveitarfélagið. Í fundargerð Íþrótta – og tómstundanefndar af fundi sem haldin var 11. mars kemur fram að íþrótta og tómstundanefnd sé sammála um að æskilegt sé að lengja opnunartímann í íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum. Það er búið að áætla að kostnaður við það sé um 600 – 700 þúsund á ári. Nefndin hyggst taka málið upp í samstarfi við forstöðumann íþróttamiðstöðvarinnar þegar líða tekur á árið og þegar fyrir liggur rekstrastaða miðstöðvarinnar. Við teljum að ef af þessum lengri opnunartíma kæmi til í Héraðsþrek að þá sé hér verið að bæta við þjónustuna til þess að koma á móts við markaðinn.
• Fljótlega eftir áramótin 2014-2015 var auglýst á veggjum Héraðsþreks leiðbeinandi í tækjasal Héraðsþreks á sérstökum tímum til að veita aðstoð og þjónustu í tækjasal. Slík þjónusta hefur ekki verið í boði fyrir iðkendur Héraðsþreks í nokkur ár.
Sveitarfélagið haldi sig við áætlanir um óbreytt ástand innan dyra Héraðsþreks
Við sem stöndum að Heilsueflingu erum ekki að fara fram á að Héraðsþrek verði rekið á neinn annan hátt en það hefur verið gert undanfarin ár en, við hljótum að gera athugasemdir þegar gerðar eru breytingar á rekstrinum til þess að þjóna hagsmunum neytandans.
Við hefðum viljað fá úr því skorið, hversu langt sveitarfélagið má ganga í breytingu á rekstri sem hefur verið í sama farinu til fjölda ára. Ég ítreka að mér finnst það ekki koma málinu við að hér sé komið nýtt blóð og nýjar hugmyndir. Það er aukaatriði þar sem sveitarfélagið er rekstraraðilinn.
Það þarf að setja einhver mörk á það hvað er leyfilegt að gera og hvað ekki og fara svo eftir því.
Við viljum svör um stefnu bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs
1. Við óskum því eftir því að þetta bréf okkar verði tekið til umræðu í þeim nefndum sem bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs telur að þetta erindi eigi við en þar mætti t.d nefna atvinnumálanefnd og íþrótta – og tómstundanefnd.
2. Við viljum að stjórnendur sveitarfélagsins svari okkur því á hvaða forsendum Héraðsþrek verði rekið í ljósi þess að annað fyrirtæki í einkaeigu er komið inn á sama markaðssvæði, og færi fyrir því lagaleg rök. Við óskum eftir rökstuðningi fyrir því á hvaða forsendum þjónustustig hefur breyst frá því að Heilsuefling heilsurækt ehf. hóf starfa í september 2014. Við minnum stjórnendur sveitarfélagsins á að þar sem ekki er um einkafyrirtæki að ræða að þá geti rökin „nýjar hugmyndir með nýju fólki" varla talist vera nægjanlegar lagalegar skýringar, nema jú að það sé tekið fram í lögum að slíkt sé í lagi.
3. Við óskum eftir rökstuddu svari við því að Heilsuefling heilsurækt ehf. fái sambærilegan styrk og Héraðsþrek fékk þegar fjárhagsáætlun fyrir 2015 var samþykkt, 3.000.000 kr til endurbóta og endurnýjunar á tækjum og aðstöðu í Héraðsþreki.
4. Þá förum við fram á að bæjarstjórn álykti um það hvernig stefna sveitarstjórnar á Fljótsdalshéraði er til atvinnuþróunar í sveitarfélaginu og hvert viðhorf þeirra er til atvinnusköpunar og stuðnings við ný fyrirtæki á svæðinu.
5. Að lokum förum við fram á skýr svör um hver sé stefna sveitarstjórnar um rekstur sveitarfélagsins á afmörkuðum rekstraeiningum eins og Héraðsþrek sem starfa í samkeppnisumhverfi og hvort það megi eiga von á því að sveitarfélagið verði í áframhaldandi samkeppni við einkafyrirtæki í sveitarfélaginu.
Virðingarfyllst,
Fjóla M. Hrafnkelsdóttir
Formaður stjórnar Heilsuefling heilsurækt ehf.