Knattspyrnusumarið 2015: Fjarðabyggð

fotbolti kff huginn 04072014 0026 webFjarðabyggð er mætt aftur í 1. deildina eftir að hafa sigrað 2.deildina mjög örugglega síðasta sumar. Fjarðabyggð tryggði sig upp með Gróttu, hafði 7 stiga forskot þegar að deildin endaði og átti sömleiðis markahæsta leikmann deildarinnar, Brynjar Jónasson sem skoraði 19 mörk.
Í vor hefur Fjarðabyggð tekið þátt í riðlakeppni lengjubikarsins og endaði liðið í 6. sæti af 8, með 7 stig í 7 leikjum en í riðlinum voru þó fimm Pepsi deildar klúbbar.

Leituðu til Leiknis og Hugins eftir miðvörðum

Fjarðabyggð hefur nælt sér í nokkra sterka menn fyrir sumarið og má þar nefna Milos Ivankovic sem kemur frá Huginn og Hector Pena Bustamente sem kemur frá nágrönnunum á Fáskrúðsfirði. Báðir tveir áttu mjög gott mót síðasta sumar og ættu að reynast Fjarðabyggð vel í sumar. Emil Stefánsson kemur á láni annað sumarið í röð frá FH en Emil var flottur í bakverðinum með Fjarðabyggð síðasta sumar. Elvar Ingi Vignisson kom frá Aftureldingu, Hafþór Þrastarsson frá Haukum og Viktor Örn Guðmundsson frá Fylki, Hafþór lék 21 leik með Haukum í fyrra og Viktor spilaði 8 leiki í Pepsi deildinni. Ingvar Ásbjörn Ingvason kemur þá á láni frá FH og Nicky McNamara hefur fengið skipti frá Ástralíu.

Fjarðabyggð heldur meira og minna öllum hópnum frá síðasta sumri nema hvað að Tommy Nielsen hefur lagt skóna á hilluna og verður erfitt að fylla það skarð en Tommy er einhver besti miðvörður sem leikið hefur á Íslandi. Þá er Nikolas Jelicic farinn til Bandaríkjanna, Nikolas spilaði 18 leiki í fyrra og sýndi góða takta.

Ættu ekki að vera í teljandi basli

Það er enginn í heiminum að reikna með því að Fjarðabyggð gera tilkall til þess að koma sér upp í Pepsi deildina, verandi nýliðar í 1 deildinni. Liðið er þó það sterkt að það kæmi á óvart að sjá það í stórkostlegum vandræðum með að halda sæti sínu í deildinni. Kæmi það því ekki á óvart að sjá liðið einhversstaðar um miðja deild þegar að móti lýkur í haust.

Liðið hefur innbyrðis nokkra sterka heimamenn eins og Jóhann Benediktsson og Stefán Þór Eysteinsson og munu þeir þurfa að fara fyrir félaginu í sumar þar sem óvíst er hversu margir heimamenn munu komast í liðið, þá á félagið nokkra fína leikmenn í yngri kantinum og það er vonandi að liðið reyni að byggja í kringum þá á næstu árum í stað þess að leita annað eftir leikmönnum.

Það eru mjög góðar fréttir fyrir félagið að Brynjar Jónasson leiki með þeim í sumar og verður mikilvægt fyrir félagið að hann haldi áfram að raða inn mörkum. Stærsta spurningarmerkið verður hvernig Brynjari Gestsyni þjálfara Fjarðabyggðar tekst að binda saman vörnina núna þegar að Tommy Nielsen er farinn og tveir erlendir miðverðir mættir í staðinn. Brynjar hefur gert mjög góða hluti með félagið hingað til, svo hann hlítur að leysa það. Heimavöllur Fjarðabyggðar var vígi síðasta sumar og íbúar sveitarfélagsins hljóta að fjölmenna á völlinn í sumar þar sem það gerist of sjaldan að Austurland eigi lið í þessum styrkleika.

Fyrsti leikur á Grindarvíkurvelli

Íslandsmótið hefst hjá Fjarðabyggð þann 9. maí í Grindavík. Fyrsti heimaleikur liðsins er svo viku síðar þegar að KA kemur í heimsókn. Þar á eftir spilar Fjarðabyggð tvo þunga útileiki fyrst við Fram og síðar Þór en bæði liðin féllu síðasta sumar úr Pepsi deildinni.

Spá: 7-9
Lykilmaður: Brynjar Jónasson

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.