Þungir þankar: Byltingar éta börnin sín

sigurjon bjarnason teikningÞað er kunnara en frá þurfi að segja að kommúnistar eru nánast horfnir af jarðríki.

Þessi göfuga hugsjón eignaðist foringja, sem fóru sem logi um akur land úr landi og drápu alla þá sem ekki voru kommúnistar. Auðvitað átti þetta að fjölga kommúnistum, en það gagnstæða gerðist, þeir hurfu nánast alveg.

Sama leikinn lék þjóðernissinninn Hitler, þegar hann ætlaði að bjarga heiminum. Útkoman var sú að engin kenning er jafn illa ræmd og nasisminn.

Fagrar trúarkenningar hafa líka fengið að kenna á þessu, ekki síst kristindómurinn. Þar hafa alltaf verið til einstaklingar, sem vilja útrýma fólki sem ekki játar sama sið. Einn þeirra heitir Anders Behring Breivik. Förum ekki nánar út í það.

Múhameðstrú er sjálfsagt ágætur siður, hef ekki kynnt mér hann til hlítar. Það ofbeldi sem sumir af leiðtogum þeirrar trúar iðka, hlýtur þó að draga úr útbreiðslu hennar.

Margir hafa talað um „vorið í Austurlöndum nær“ og vænst aukins lýðræðis í kjölfar byltinga í Túnis, Egyptalandi og Libýu. Fólk áttar sig ekki á því að í öllum þessum löndum beittu uppreisnarmenn skefjalausu ofbeldi, sem nú kemur í bakið á þeim.

Þessi lönd eru að mínu viti ekki á leið til lýðræðis í dag, öðru nær. Hvað við tekur í Sýrlandi að lokinni borgarastyrjöld veit enginn.

Það eitt er víst að vopnaður sigur er oftar en ekki siðferðilegur ósigur, og
„engin vopnaþjóð er að vísu frjáls
og að vanda sker hún sig fyrr á háls
en óvin sinn.“ (Þ.Vald).

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.