Ég er ekki tabú – herferð gegn tabúi geðsjúkdóma

egerekkitabu pixludGeðsýki er fjölskylduleyndarmálið í hverri fjölskyldu, þótt það virðist sumum ósýnilegt þá er það nágranni þinn, það er tilvonandi barnið þitt, það er húmoríski frændi þinn, það er besta vinkona þín, það er ástríka foreldri þitt.

Sjálf hef ég verið inní hinum þunglynda skáp í 11 ár, en eftir að hafa séð einkenni þunglyndis í kringum mig hjá fólki sem stendur mér nærri, og vera vitni að því að enginn væri að tala um það að þá gat ég ekki falið mig lengur. Að upplifa ástvini þjást í hljóði var of sársaukafullt, og ef ég treysti þeim ekki til að opna mig fyrir þeim að hvernig áttu þau að treysta mér fyrir sinni líðan?

Að hafa komið útúr skápnum og treysta almenningi fyrir sögunni minni þá gaf það mér tækifærið að hjálpa öðrum. Það sem fyrir viku síðan hefði ég upplifað sem skömm að segja frá, get ég núna sagt frá með stolti, ég er þunglynd, ég verð það líklega alla ævi, en með hjálp lyfja og áralangrar reynslu og sjálfsskoðun get ég lifað hamingjusömu lífi, og ég vil gera allt sem í mínu valdi stendur til að hjálpa öðrum.

Ég hef ásamt þeim Bryndísi Sæunni S. Gunnlaugsdóttur og Silju Björk Björnsdóttir stofnað Facebook-hóp sem er opinn vettvangur fyrir alla sem vilja deila reynslusögum, daglegum baráttum, reynslu með að viðurkenna geðsjúkdóma sína, aðstandendur eða almenning sem vilja skilja betur hvað þetta snýst um og fólki sem hefur reynslu af geðsjúkdómum og vill hjálpa öðrum. Það á enginn að þurfa að bera þessa byrgði einn, og þetta byrjar allt með opinni umræðu.

Facebook hópinn má finna hér: https://www.facebook.com/groups/gedsjuk/

Einnig stofnuðum við samtökin Geðsjúk, sem berst gegn tabúi andlegra sjúkdóma í samfélaginu. Herferðin okkar #égerekkitabú gerir fólki kleift meðal annars að setja slagorðið yfir Facebook og Twitter forsíðu mynd sína og koma þar með útúr skápnum með geðsjúkdóma sína, deila sögum um þá eða sýna samstöðu með geðsjúkum. Við höfum einnig stofnað tölvupóstfang þar sem fólk í neyð getur haft samband við okkur þar sem fyllsta trúnaðar verður gætt, og að sjálfsögðu allir sem vilja leggja samtökunum lið á einhvern hátt.

Samkennd er eitthvað sem gerist þegar við setjum okkur í spor annarra.
Samúð er þegar við sýnum vorkunn án þess að reyna að sýna skilning.

Sýnum samkennd við geðsjúkdómum.

#égerekkitabú

Merkið ykkar forsíðumynd hér:
http://twibbon.com/support/ég-er-ekki-tabú

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar