Er erfitt að vera kona í stjórnmálum?

katrin_jakobsdottir_va_apr13.jpgMiðvikudaginn 3 .apríl s.l. kom Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningamálaráðherra í heimsókn í Verkmenntaskóla Austurlands. Katrín fékk fyrst góða kynningu á því mentnaðarfulla starfi sem fer fram í Verkmenntaskóla Austurlands.

Það sem vakti aðallega athygli Katrínar var hversu góð verknámsaðstaða er í skólanum og hvað það er mikil fjölbreytni í honum. Sérstaða skólans í dag endurspeglast ekki síst í því að hann er eini skólinn á Austurlandi sem býður upp á verklegt nám og einnig er sérstaða hans fólgin í því að vera í nánum tengslum við atvinnulífið og hefur boðið upp á atvinnulífstengd námskeið.

Það sem vakti einnig áhuga Katrínar var að skólinn er að taka þátt í átakinu Heilsueflandi framhaldsskóli. Það byggist á þeirri stefnu að fá víðtækt og jákvætt sjónarhorn með því markmiði að stuðla að auknum árangri allra í skólasamfélaginu og að öllum líði vel. Allir eiga að ná árangri, bæði nemendur og starfsfólk. Verkefnið veitir aukin tækifæri til að efla tengslin við samfélagið og auka þannig stuðning og tækifæri nemenda og starfsfólks til að tileinka sér jákvæðan og heilbrigðan lífsstíl.

Fyrsta árið var svokallað undirbúningsár, í fyrra var lögð mikil áhersla á næringu og núna á þessu skólaári hefur verið lögð mikil áhersla á hreyfingu með því t.d að hafa skíða-, göngu- og sundferðir. Núna á næstu tvemur árum verður svo lögð áhersla á geðrækt og lífstíl.

Eftir kynningu skólameistarans Þórðar Júlíussonar á skólanum þá kíkti Katrín í uppeldisfræðitíma. Þar voru staddir nemendur tveggja áfanga, uppeldisfræði 103 og kynjafræði 103 (sem er nýr áfangi í skólanum). Nemendur voru búnir að undirbúa eina til tvær spurningar til þess að spyrja Katrínu að þegar hún kæmi. Uppeldisfræðinemendur áttu að koma með spurningar sem tengdust uppeldisfræði og kynjafræðinemendur áttu að koma með spurningar sem tengdust á einhvern hátt kynjafræði.

Spurningarnar voru af ýmsum toga, bæði skemmtilegar og athyglisverðar. Við fengum ýmsar upplýsingar um persónulega hagi Katrínar auk þess sem hún fræddi okkur um ýmsa hluti sem tengjast menntakerfinu á Íslandi. Við spjölluðum við Katrínu í klukkutíma sem leið mjög hratt. Við viljum þakka Katrínu Jakobsdóttur fyrir mjög skemmtilega heimsókn.

Höfundur er nemandi í uppeldisfræði 103 og kynjafræði 103 við Verkmenntaskóla Austurlands.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar