Spáin fyrir úrslitin

eythor ingi 2Jæja, þá er komið að því! Úrlistin eru í kvöld og við getum öll skemmt okkur og notið þess að Ísland er með. Allir út að grilla og styðja Eyþór! 

Það er erfitt að segja hvaða land mun vinna en ef það er eitthvað land sem ég mundi tippa á þá er það Aserbaídsjan. Hann er með flottasta atriðið og er vel staðsettur í keppninni.

Þegar kemur að Íslandi þá held ég að hann hafi komið flestum að óvörum að komast áfram en með þessum flutningi var ekki annað hægt. Blaðamenn hafa nú skipt um skoðun og spá honum meðal 10 efstu í staðinn fyrir botnsætin. Ég ætla mér að vera bjartsýnn og spá honum 13 sæti.

Ég spái því að Spánn, Frakkland og Belgía verði í neðstu sætunum. Mig langar að segja Litháen en þeir fá alltaf stig á einhvern óskiljanlegan hátt, eiga til dæmis bókað 12 stig frá Írlandi.

Að lokum vilja þakka Svíþjóð fyrir frábæra viku og vona að næsta land taki sér þetta til fyrirmyndar. Hér eru tíu efstu sætin í engri sérstakri röð.

Rússland
Þýskaland
Svíþjóð
Danmörk
Aserbaídsjan
Úkraína
Ítalía
Noregur
Georgía
Holland

Góða skemmtun í kvöld og gangið hægt um gleðinnar dyr!

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.