Flóttinn

unnur mjoll jonsdottirÉg var eitt sinn á kvöldgöngu á björtu sumarkvöldi. Það var hlýtt í veðri og ég var léttklæddur, í bláum vindjakka og gallabuxum. Ég var búin að labba í nokkra stund, þegar ég sé konu. Ég var ekki viss á hvaða aldri hún væri, en hún var ein svo ég býð gott kvöld og hún svarar mér sömuleiðis, og ég spyr hana hvert hún sé að fara og hún svarar mér því að hún ætli á lítinn bar sem sé rétt handan við hornið og ég spyr hana hvort það sé í lagi að ég komi með henni og hún svarar játandi. Við löbbum í nokkra stund þegar hún segir allt í einu að hér sé barinn, ég virði hann fyrir mér og mér líður eins og ég hafi séð hann áður en ég hætti þeim vangaveltum strax og fer inn með henni.

Þegar við komum inn heilsar hún barþjóninum hressilega og ég velti því fyrir mér hvort þetta sé einhver sem hún þekkir, ég ætlaði að spyrja hana en hætti við. Hún segist ætla að fá einn bjór og spyr mig hvað ég vilji og ég segist ætla að fá vatn. Mig langar að spyrja hana að ýmsu en ég fer varlega í það og byrja á því að spyrja hana hvað hún heiti og hún segist heita Zarifa. Ég fæ skrítna tilfinningu og mér líður eins og ég kannist við hana, jafnvel eins og ég hafi séð hana áður, kannski í draumi. Næsta spuring sem ég spyr hana að er hvaðan hún sé og hún segist vera frá Írak, ég ætla að fara að spyrja hana að öðru þegar hún grípur fram í fyrir mér og byrjar að segja mér sögu sína.

--

Ég var aðeins sjö ára gömul, það var mikið stríð í heimalandinu mínu Írak og mamma sagði við mig að við þyrftum að fara, ég var treg í fyrstu en svo gafst ég upp. Við fórum upp í hvítan pallbíl. Mamma klifraði upp á pallinn, snéri sér síðan við og rétti mér hönd sína, þegar hún var við það að hífa mig upp kom ungur maður í einkennisbúning og tók um mittið á mér og lyfti mér upp á pallinn og brosti, þetta var hermaður. Pabbi var líka hermaður, hann hafði farið að berjast í stríðinu. Kvöldið sem hann fór vakti hann mig og kyssti mig á ennið og sagði mér að hann þyrfti að fara, síðan sagði hann að ég ætti að passa upp á mömmu mína og hlýða henni í einu og öllu, síðan kyssti hann mig aftur á ennið og ég horði á eftir honum labba út úr herberginu mínu en þá vissi ég ekki að ég myndi aldrei sjá hann aftur. Mamma sagði við mig að við værum að fara á stað þar sem við værum örugg.

Þegar bifreiðin staðnæmdist kom hermaðurinn aftur og sagði að við værum komin og fylgdi okkur inn í furðulegt hús þar sem var fullt af rúmum. Ég horfði í kringum mig og leit síðan á mömmu, hún var ekki glöð, ég sá það í augunum hennar að hún var að fara að gráta en síðan leit hún á mig og reyndi að brosa. Ungi hermaðurinn vísaði okkur að rúmi þar sem ég og mamma lögðumst upp í og ég sofnaði strax. Daginn eftir vaknaði ég við að það að mamma tók utan um mig og sagði að við yrðum að fara Við vorum sendar upp í annan bíl og svo var keyrt af stað. Eftir að hafa verið í bílnum í nokkra tíma komu við að landamærum en ég vissi samt ekki hvaða land þetta var svo ég spurði mömmu og hún svaraði með lágum rómi að þetta væri Tyrkland. Þegar við stoppuðum vorum við komnar í bæ sem heitir Diyarbakir, þegar við stigum út úr bílnum vorum við á flugvelli og vorum að fara í flug. Ég vissi það ekki þá en ég veit það núna að pabbi var herstjóri og hafði sent undirmenn sína til að flytja okkur burt. Þegar flugvélin var að fara á loft sat ég og horfði út um gluggann, ég hafði aldrei farið í flugvél áður og fannst þetta allt rosa spennandi en eftir stutta stund sofnaði ég og vaknaði ekki aftur fyrr en við vorum lent. Okkur var hleypt inn í bíl og svo var keyrt af stað, ég virti fyrir mér bílstjórann, hann var eldri maður með skrítið nef og talaði í talstöð, ég skildi ekki það sem hann var að segja en ég hlustaði á hann þangað til við stoppuðum og mamma þakkaði manninum og labbaði í átt að litlu rauðu húsi með hvítu þaki og bankaði á dyrnar.

Til dyra kom kona með sítt ljóst hár sem var greitt upp í teygju. Ég hafði séð hana áður en bara á gömlum myndum hélt ég. Mamma tók strax utan um hana og fór að gráta en ég gerði mér ekki alveg grein fyrir því afhverju. Þegar konan fór að tala þá talaði hún eins og bílstjórinn en mamma skildi og snéri sér síðan að mér og sagði: „elskan mín þetta er gömul vinkona mín, hún býr hérna á Íslandi og við ætlum að vera hjá henni í smá tíma.“

Níu árum seinna vorum við búnar að koma okkur vel fyrir á Íslandi, mamma í fullri vinnu og ég á síðasta ári í grunnskóla og hafði náð nokkuð góðum tökum á íslenskunni en lífið var samt erfitt. Ég saknaði pabba og ég vissi að hann væri ekki að fara að koma aftur en ég hélt fast í vonina um að hann kæmi til baka og bað til guðs á hverju kvöldi. Ég byrjaði í menntaskóla eftir sumarið og var harðákveðin því að standa mig vel. Ég ætlaði á náttúrufræðibraut og verða læknir en eitt leiddi af öðru og ég fór í slæman félagsskap og var mjög oft að djamma. Eitt föstudagskvöld þegar ég var í partýi hjá vini mínum var mér boðið að prufa dóp í fyrsta skiptið, ég var svo full að ég sagði auðvitað bara já. Eftir þetta atvik var ég ekki mikið heima, ég var aðallega bara úti í bæ með vinum mínum sem ég hélt þá að væru sannir vinir mínir en reyndust svo seinna meir ekki vera það. Í þau fáu skipti sem ég var heima einangraði ég mig inni í herbergi og var brjáluð við mömmu ef hún vogaði sér að koma inn.

Um jólin var ég komin í harða neyslu og ég var farin að selja mig til að fá peninga fyrir dópi. Ég hætti í skólanum og var aldrei heima, mamma var löngu farin á taugum af því hún vissi aldrei hvar ég var, hvað ég væri að gera né hvort ég væri á lífi eða ekki. Á Þorláksmessu kom eldri vinur minn sem ég var hjá til mín og sagði mér að hann hefði fengið nýja gerð af dópi og við ætluðum að fara niður í bæ seinna í kvöld og prófa það, ég sagði bara allt í lagi. Mér var alveg sama um sjálfan mig og ég hataði allt og alla, eina sem ég elskaði og þráði var dóp, ein lítil e-tafla eða hass, mér var sama ég þurfti bara að fá eitthvað. Ég og vinur minn fórum niður í bæ seinna þetta kvöld og hittum nokkra aðra. Þar var stelpa sem ég hafði hitt einu sinni áður og var hún ný byrjuð í þessu. Vinur minn var fyrstur til að prófa enda eldri og reyndari í þessum heimi en við hin, svo prófaði ég og hinir krakkarnir líka. Ég man ekki alveg eftir þessu af því að þetta var svo sterkt dóp, síðasta sem ég man var að ég vaknaði og þá var ég á sjúkrabörum og á leiðinni upp á sjúkrahús, svo datt ég út aftur.

Ég var búin að vera upp á sjúkrahúsi í nokkra daga að jafna mig þegar maður labbar inn og réttir mér blóm og faðmar mig að sér. Ég varð dálítið undrandi í fyrstu enda vissi ég ekki hver þetta var, hann sagðist vera ánægður að sjá mig og hann að hann væri þakklátur að það væri í lagi með mig. Mér fannst eins og ég hafði séð þennan mann áður og ég var alveg viss um það. Hann spurði mig afhverju ég væri svona undrandi og ég svaraði: „hver ertu?“ Hann horfir á mig og segir svo þetta sé hann og spyr hvort ég þekki sig ekki. Ég veit ekki hvað ég á segja og allt í einu byrja ég að hágráta, þetta var pabbi, eftir öll þessi ár hélt ég að hann væri dáinn en þarna var hann kominn heill á húfi. Ég faðma pabba að mér og þurka tárinn.

Eftir að ég kom heim fór mér að líða betur. Ég var hætt í ruglinu, byrjuð í skólanum aftur og ég var mjög hamingjusöm enda pabbi minn kominn aftur, draumur sem rættist. Ég útskrifaðist af náttúrufræðibraut frá Menntaskólanum í Reykjavíkur nokkrum árum síðar og fékk vinnu á elliheimili. Ég var að vinna með góðu fólki sem studdi mig vel í öllu sem ég tók mér fyrir hendur. Núna í dag er ég yfirmaður á elliheimilinu, ég á maka og eina þriggja ára stelpu. Ég á heima í blokkaríbúð og mér gengur vel í lífinu. Allt er þetta að þakka foreldrum mínum, mömmu sem reyndi sitt besta og pabba sem kom á réttu augnabliki og hjálpaði mér inná réttu brautina aftur. Ég er rithöfundur lífs míns ég tek ákvarðanir í lífi mínu og vel hvað er gott fyrir mig og hvað er vont, enginn annar en ég, bara ég, en því miður viltist ég af réttu brautinni og fór vitlausa leið en ég ákvað að koma mér aftur á strik og halda áfram.

--

Ég varð orðlaus eina sem ég gerði var að stara á þessa ungu konu og í hausnum á mér var rússíbani fullur af öllu sem hafði gerst hjá henni. Ég vissi hreinlega ekki hvernig ég átti að haga mér eftir svona sögu. Það eina sem ég náði að koma upp úr mér var „takk.“ Hún sagði: „takk hvað meinarðu með því?“ Þá sagði ég: „Takk fyrir að deila þessu með mér. Ég hef aldrei heyrt jafn áhrifaríka og reynslumikla sögu“. Hún þakkaði mér fyrir að hlusta, ég stóð upp og kvaddi konuna og gekk af stað út í björtu sumarnóttina.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar