Að vera hommi úti á landi

Í kvöldfréttum Sjónvarpsins í gærkvöldi kom fram að Flosi Jón Ófeigsson á Egilsstöðum telur erfiðara fyrir samkynhneigða að koma út úr skápnum úti á landi. Flosi er samkynhneigður.

Hann segist hafa komið út úr skápnum þegar hann fluttist til Reykjavíkur um tíma. Hann segist líka hafa orðið fyrir grimmu einelti vegna þess hvernig hann var í skólanum á Egilsstöðum. Flosi tók fram að hann líður betur í dag. Í viðtali við Rás 2 í gær segist hann þekkja nokkra homma á Fljótsdalshéraði og þeir reyni að hittast annað slagið, fari í útilegar og annað slíkt.

Til að horfa á fréttina á RÚV er hægt að smella hér.

hinsegin.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar