08a Aðalfundur 4 október, 2003
1. aðalfundur SAMGÖNG 04.,10. 2003 var haldinn.
Fundurinn var haldinn á Hótel Héraði Egilsstöðum og hófst kl. 16:00.
Dagskrá.
1. Kosning fundarstjóra
2. Kosning ritara
3. Skýrsla formanns
4. Reikningar félagsins
-Afgreiðsla reikninga
5. Kosning stjórnar
6. Önnur mál.
Gengið var til dagskrá:
1. Fundarstjóri var kosinn Kristinn V. Jóhannsson.
2. Ritari var kosinn Hrafnkell A. Jónsson.
3. Formaður Guðrún Katrín Árnadóttir flutti skýrslu stjórnar.
Skýrsla stjórnar
Stofnfundurinn var haldinn á Mjóafirði 29. Júní 2002 Stofnfélagar eru rúmlega 50 talsins
Í framhaldinu var talað við þingmenn Austurlandskjördæmis á SSA þingi, 23. ágúst 2002
Þingmenn tóku okkur vel og vorum við almennt ánægð með þann fund.
Sendum sveitastjórnum Fjarðarbyggðar, Mjóafjarðar, Seyðisfjarðar og Héraðs bréf þar sem óskað var eftir stuðningi og fjárstyrk.
Við fengum styrk frá Fjarðarbyggð, Mjófirði og Seyðisfjarðakaupstað. Sveitastjórn Héraðs hafnaði beiðni okkar um styrk.
Við sendum Byggðastofnun bréf þar sem við bentum á nauðsyn þess að gert yrði nýtt arðsemismat á göngunum, þar sem félagsleg áhrif ganganna yrði tekið með í þá útreikninga. ( ekkert svar barst frá Byggðastofnun )
Skrifuðum bæjarstjórnum Fjarðarbyggðar og Seyðisfjarðar bréf og óskuðum eftir því að þau sveitarfélög færu fram á þessa úttekt við Byggðastofnun. ( sem þau gerðu )
Byggðastofnun hefur fallist á að vinna þetta mál í samstarfi við Háskólan og Vegagerðina, að því er mér skilst á Tryggva bæjarstjóra á Seyðisfirði. Málið er sem sagt í vinnslu
Sendum tveim til þrem efstu frambjóðendum á öllum listum í síðustu Alþingiskosningum kort af göngunum ásamt bréfi um vegalengdir o.fl., þar sem við bentum á nauðsyn þessara ganga fyrir Austurland.
Létum gera 800 eintök af korti með mynd af göngunum og hagnýtum upplýsingum, s.s. vegalengdir, styttingar o.fl.
Til prentunar á kortunum fengum við styrk hjá nokkrum fyrirtækjum þ.e. Samvinnufélag Útgerðarmanna á Neskaupsstað, Gullberg h/f, Austfar ehf og Stálstjörnum á Seyðisfirði.
Sendum þessi kort til allra þingmanna, og sveitastjórna innan SSA. Einnig dreifðum við þeim á ýmsa opinbera staði til fyrirtækja og stofnana bæði hér á Austurlandi og víðar á landinu. M.a. til skrifstofa Inpregilo og Alcoa á Íslandi.
Fyrir síðustu Alþingiskosningar fórum við í söfnun félaga og eru þeir á bilinu 500 – 600.
Í upphafi tókum við þá ákvörðun að innheimta engin gjöld af félagsmönnum en fara frekar þá leið að afla fjár hjá sveitafélögum og fyrirtækjum þegar við höfum þurft á peningum að halda.
Hugmyndin var að koma félagaskránni í tölvutækt form, þannig að hægt væri að senda félagsmönnum tölvupóst, en þar sem í því er fólgin mjög mikil vinna þá féllum við frá þeirri ákvörðun en höfum í staðinn bent fólki á að skoða vefsíðuna okkar sem er vistuð undir heimasíðu Seyðisfjarðarkaupsstaðar.
Á annað þúsund manns 16 ára og eldri hafa skrifað undir undirskriftarsöfnunina sem hefur eingöngu farið fram í Fjarðarbyggð, á Seyðisfirði, Egilsstöðum , Fáskrúðsfirði og Mjóafirði. Undirskriftarsöfnunin stendur enn yfir.
Stjórnarmenn hafa skrifað fjölda greina sem birtst hafa í fjölmiðlum og eru allar á heimasíðu samtakanna. Þar eru einnig fundargerðir og erindi sem flutt hafa verið.
Stjórnin hefur komið saman 7 sinnum eða að meðaltali annan hvern mánuð og að auki haldið óformlega fundi gegnum internetið og síma.
4, Gjaldkeri Jörundur Ragnarsson lagði fram reikninga fyrir tímabilið 29. júlí
2002 til 31. ágúst 2003.
Tekjur voru kr. 105.000,-.
Gjöld kr. 66.346,-.
Tekjuafgangur sem jafnframt er eign félagsins 31. ágúst 2003 kr. 38. 654,-
Jörundur skýrði reikningana og gerði grein fyrir fjárhag SAMGÖNG. Engin félagsgjöld eru í félaginu en rekstur þess fjármagnaður með framlögum frá sveitarfélögum og fyrirtækjum.
Framlög hafa borist frá þremur sveitarfélögum:
Seyðisfirði 30.000,-
Fjarðabyggð 50.000,-
Mjóafirði 25.000,-
Nokkur fyrirtæki hafa styrkt félagið með því að greiða beint prentkostnað á korti sem SAMGÖNG lét prenta. Þessu styrkur fór ekki í gegnum sjóð félagsins.
Fundarstjóri gaf orðið laust um skýrslu stjórnar og reikninga. Til máls tóku: Jón Guðmundsson, Þorvaldur Jóhannsson, Philip Vogler, Jóhann Hansson, Hrafnkell A. Jónsson, Guðrún Katrín Árnadóttir, Sveinn Jónsson, Sigfús Vilhjálmsson, Jörundur Ragnarsson. Hjá öllum ræðumönnum kom fram eindreginn stuðningur við markmið samtakanna og sú skoðun að gerð jarðgangna í samræmi við hugmyndir SAMGÖNG væri brýnasta hagsmunamál Mið-Austurlands samhliða þeirri miklu atvinnuuppbyggingu sem hafin er með byggingu Kárahnjúkavirkjunar og álvers við Reyðarfjörð.
Að loknum umræðum var skýrsla stjórnar tekin af dagskrá og reikningar samþykktir samhljóða.
5. Kosning stjórnar.
Tillaga kom fram um að fráfarandi stjórn yrði endurkjörin. Tillagan var samþykkt einróma.
Í stjórn eru:
Guðrúna Katrín Árnadóttir
Jörundur Ragnarsson
Kristinn V. Jóhannsson
Sigfús Vilhjálmsson
Jónas Hallgrímsson
Sveinn Sigurbjarnarson
Hrafnkell A. Jónsson.
6. Önnur mál.
Philip Vogler lagði til að innheimt yrðu félagsgjöld hjá SAMGÖNG og lagði til 1.000,- kr árgjald. Fundarstjóri taldi að gera yrði breytingar á lögum félagsins ef taka ætti upp innheimtu félagsgjalda og þar sem lagabreytingar hefðu ekki verið auglýstar í fundarboði væri ekki hægt að afgreiða tillögu Philips. Nokkrar umræður urðu um tillöguna, til máls tóku Jón Guðmundsson og Jóhann Hansson. Í máli Jóhanns kom fram sú skoðun að skapa þyrfti félaginu fastar tekjur ef það ætti að geta unnið málefnum sínum framgang.
Jóhann lagði jafnframt til að leitað yrði til Helga Hallgrímssonar fyrrverandi vegamálastjóra um að vinna að tæknilegri útfærslu á hugmyndum um jarðgöng á Mið-Austurlandi.
Guðrún Katrín sleit fundi kl. 17:20.
Hrafnkell A. Jónsson fundarritari (sign)
Kristinn V. Jóhannsson fundarstjóri (sign)