Að eldast í Múlaþingi

Það er margt sem kemur upp í hugann þegar árin færast yfir. Maður sem er komin vel yfir miðjan aldur, fæddur og uppalinn á litlum stað á sunnanverðum Austfjörðum, hefur alla tíð verið sjálfbjarga, velti fyrir sér hvað verður um hann þegar hann eldist.

Draumurinn hans er að búa áfram í heimabyggð, en hvað þarf til þess að það gangi upp. Mikilvægur þáttur er að húsnæðið sem hann býr í, sé ekki of stórt og afborganir ekki hærri en svo, að hægt sé að leyfa sér að njóta lífsins innan ákveðinna marka. Í boði sé úrræði fyrir eldra fólk að fá aðstoð heim reglulega. Umhverfið spilar stóran þátt í því að að eldast með reisn. Aðgengi að göngustígum í nærumhverfinu sem gera fólki kleift að hreyfa sig reglulega hvort sem það er gangandi með eða án hjálpartækja. Heilsusamlegt líferni með reglulegri hreyfingu styrkir okkur bæði andlega og líkamlega. Í boði þarf að vera fjölbreytt þjónusta sem byggir á þörfum hvers og eins, svo sem almenn heimilishjálp, félagsráðgjöf, heimsending matar, heimsókn og samvera svo sem gönguferðir garðvinna, snjómokstur og akstur.

Húsnæðismál skipta þennan hóp miklu máli. Mikilvægt er að boðið sé upp á valkost fyrir þá sem vilja til dæmis minnka við sig húsnæði. Valkost sem byggir á langtímaleigu eða kauprétti. Nokkur félög á vegum hins opinbera og einkaaðila hafa fengið styrki frá ríki og sveitarfélagi til að byggja húsnæði til langtímaleigu. Húsnæði sem er ætlað ungum sem öldnum. Vinna þarf með félögum eldri borgara að frekari lausnum í húsnæðismálum, sem falla að þörfum eldra fólks. Þáttur í því er að húsnæði sem byggt er af hinu opinbera skerði ekki rétt eldra fólks til að nýta sér slík búsetuúrræði, vegna stífra reglna sem gilda um eigna- og tekjumörk.

Það er markmið okkar sem skipum D-listann lista sjálfstæðismanna að búið sé vel að þeim mannauði sem felst í okkar eldra fólki. Fólki sem tekið hefur þátt í að byggja upp samfélögin sem við búum í og við njótum afrakstur þess um fyrirsjáanlega framtíð.

Höfundur skipar 4 sæti á D-lista, lista Sjálfstæðisflokksins


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar