AFL kærir til Hæstaréttar

AFL Starfsgreinafélag undirbýr nú kæru til Hæstaréttar eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði á fimmtudag frá dómi máli AFLs á hendur Landsvaka, peningamarkaðssjóðs Landsbankans. Stefna AFLs snerist ekki um peninga heldur upplýsingar segja forsvarsmenn AFLs - og þær vilji  héraðsdómur ekki að almenningur fái.

478665b.jpg

 

 

 

Í stefnu AFLs var m.a. krafist yfirlits um eignir Landsvaka á tímabilinu sept. - okt. 2008 en dómnum þykir það ekki nægilega skýrt orðað.   

 "Ekki verður hjá því komist að fallast á það með stefndu, að dómkrafa stefnanda er nokkuð almennt orðuð og ekki skýrt afmörkuð. Þannig liggur ekki fyrir hvaða skjöl það eru sem verið er að biðja um að viðurkennt verði að stefndu beri að láta stefnanda í té, eða hvort yfirleitt eru til staðar einhver þau skjöl í fórum stefndu, sem gætu uppfyllt þá kröfu sem sett er fram. " (úr dómsorði)

 

,,Þetta er auðvitað tær snilld því með því að neita fólki um aðgang að upplýsingum er ljóst að stefnandinn getur ekki stefnt eftir tilteknum skjölum. Þannig getur samvinna fjármálakerfisins og dómstóla haldið öllu leyndu með því að almenningur veit ekki eftir hverju skal stefnt.Síðan er merkilegt að meira að segja dómari í héraðsdómi Reykjavíkur telur mögulegan vafa leika á því að til séu skjöl sem uppfylli þá kröfu sem sett var fram í stefnu - þ.e. upplýsingar um eignir Landsvaka mánuðina fyrir bankahrun,“ segir á vef AFLs.

Sjá dóminn í heild: http://asa.is/images/stories/pdf%202009/_r_s_k_u_r__u_r.pdf

 

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar