AFL spyr hverjir sæti ábyrgð hjá Stapa

Stjórn AFLs Starfsgreinafélags telur eðlilegt að stjórn Stapa Lífeyrissjóðs skýri hvort og hverjir verði kallaðir til ábyrgðar vegna mistaka sem urðu til þess að kröfu lífeyrissjóðsins vegna nauðungarsamninga Straums-Burðaráss var lýst of seint. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórnin sendi frá sér í dag.

 

ImageStjórn AFLs ræddi málefni lífeyrissjóðsins á fundi í hádeginu en mistök lögmanns lífeyrissjóðsins urðu til þess að fjögurra milljarða kröfu sjóðsins á hendur bankanum var lýst of seint. Á fundinn mætti fulltrúi AFLs í stjórn lífeyrissjóðsins, Sigurður Hólm Freysson, sem er formaður stjórnar sjóðsins og varaformaður AFLs.

Í ályktuninni lýstir stjórnin því að hún telji eðlilegt að stjórn sjóðsins geri grein fyrri hvort og hverjir verði kallaðir til ábyrgðar vegna mistakanna og í hverju sú ábyrgð felist. Það sé eðlilegt í ljósi þess að allt tap lífeyrissjóðsins bitni að lokum á sjóðsfélögum í formi lægri lífeyrisgreiðslna.

Stjórnin telur nauðsynlegt að umræða um málið fari fram fyrir opnum tjöldum og sjóðsfélögum verði grein fyrir framvindu þess og þeim ráðstöfunum sem sjóðurinn hyggst grípa til, til að fyrirbyggja að mistök sem þessi endurtaki sig.

Stjórnin harmar málið sérstaklega í ljósi þess að Stapi virtist koma sterkari út úr bankahruninu síðastliðið haust heldur en margir aðrir lífeyrissjóðir.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.