Síðustu prófum háskólanema á svæði Þekkingarnets Austurlands lauk fyrir helgina. Alls voru skráð þrjú hundruð og sjötíu próf og hafa þau aldrei verið fleiri. Fjölgunin frá síðustu haustönn er um eitthundrað próf próf. Próftakar voru hundrað og sjötíu og dreifðust á sjö staði í fjórðungnum.
Í fyrsta sinn voru öll próf send rafrænt til námsveranna og þeim prófum fjölgar einnig sem þreytt eru á rafrænan hátt þ.e. í gegnum tölvur. Það gerir meiri kröfur til námsveranna sem nú þurfa öll að geta boðið upp á nettengingu og tölvur. Prófatíminn var mikill álagstími bæði fyrir nemendur og starfsfólk Þekkingarnetsins og jólafríið nú því mörgum kærkomið.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.