Aukið vald heim í hérað

Við þurfum að leita allra leiða til að styrkja lýðræði á Íslandi og dreifa valdi í samfélaginu.

Í nútíma stjórnsýslu er aukin áhersla á nálægðarreglu. Hún mælir fyrir um að æðra stjórnvald geti eingöngu aðhafst í þeim atriðum þar sem annað stjórnvald getur ekki á fullnægjandi máta náð markmiðum án atbeina stjórnvaldsins. Þessi krafa um nálægð er mikilvæg lýðræði og sveitarfélögunum.

Í fyrsta lagi er aukið vald sveitarfélaga þannig að ákvarðanir eru teknar eins nálægt og kostur gefst.

Í öðru lagi að dreifa valdi á stjórnsýslustig dregur úr mætti miðlægs yfirvalds.

Í þriðja lagi er hvatt til þátttöku borgara í ákvarðanatöku sem ýtir undir tilfinningu fyrir eignarhaldi og ábyrgð íbúa.

Í fjórða lagi hvetur nálægðarreglan til aukinnar skilvirkni. Sveitarfélög eru betur í stakk búin til að skilja og stjórna staðbundnum málum .

Í fimmta lagi hefur nálægðarregla víða um heim tryggt tillit varðandi sérstakar þarfir í stjórnun. Ákvarðanir teknar í nánd varðveita sérkenni dreifbýlissamfélaga, sem miðstýrt vald líta oft framhjá.

Hlutverkaskipti ríkis og sveitarfélaga


Hlutverkaskipting ríkis og sveitarfélaga, tekjuskiptingin þeirra, sjálfstæði sveitarfélaganna hefur oft verið þrætuepli íslenskra stjórnmála. Í orði að hefur verið lögð áhersla á fjárhagslegt sjálfstæði sveitarfélaga, sjálfstæða tekjustofna og ábyrgð á eigin málaflokkum.

Sjóðsárátta ríkisvaldsins þar sem tekjum til uppbyggingar í héraði er skilað suður með tilheyrandi rekstrar- og stjórnunarkostnaði sem sveitarfélögum er ætlað að sækja til með betlistaf.

Að sama skapi leggur ríkisvaldið auknar kröfur og verkefni á herðar sveitarfélögum án tekjustofna. Slíkar kröfur eru oft ræddar á Alþingi án mikilvægrar aðkomu sveitarfélaga sem ætlað er að standa undir kostnaðarsamri þjónustu en gefst kostur á að sækja fjármuni í sjóði samkvæmt kröfum ríkisins.

Sameiginleg ábyrgð


Þörf er á auknu samstarfi ríkis og sveitarfélaga, ekki einvörðungu í formi verkaskiptingar heldur einnig sameiginlegrar ábyrgðar í efnahagsmálum. Efling sveitarstjórnarstigsins kallar á ábyrgð og aukna samvinnu um opinbera hagstjórn.

Sveitarfélögum ætti að vera meir í sjálfsvald sett að ákvarða útdeilingu fjármuna sem tilheyra sjóðsstjórnum. Jafnframt ættu þau að hafa aukið frelsi til að ákveða álagningu fasteignagjalda vilji þau draga úr skattbyrði án skerðingar úr jöfnunarsjóði.

Nýr sveitarstjórnarsáttamáli


Aukið frelsi, ákvörðunarvald og ábyrgð heima í héraði ætti að vera upplegg nýs sáttmála fyrir sveitarstjórnarstigið á Íslandi. Sú sáttargjörð ætti að vera byggð á nálægðarreglu, auknu frelsi, meðalhófi og ríkri ábyrgð. Styrkri sveitarstjórnir stuðla að virkara lýðræði og betri stjórnarháttum.

Höfundur er formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar og oddviti Sjálfstæðisflokksins


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar