Austfirsk sveitarfélög stilla saman strengi í kreppunni

Næstkomandi miðvikudag milli kl. 10 og 11 munu allir forvígismenn sveitarfélaganna á Austurlandi eiga sameiginlegan símafund, þar sem ræða á málin á grundvelli fjármálaholskeflunnar undanfarið.

Fara á yfir efnahagslega stöðu sveitarfélaganna og stilla saman strengi um hvernig bregðast má við ástandinu og á hvaða hátt sveitarfélögin hyggjast vinna sig út úr því.

Á fundinum verður sérstök áhersla lögð á hvernig halda má sem best utan um innra velferðarkerfi sveitarfélaganna hvað sem tautar og raular og hlú að íbúunum.

 

 

veursblikur.jpg

 

Óveðursblikur á lofti

Ljósmynd/Steinunn

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar