Austfirskur heilbor

Það er ekki mikið mál að gera veggöng með heilbor. Ef vel er að verki staðið eru það margir menn að gera það sama dag eftir dag. Verkfærið er öflugt og stórt, en þetta er bara einfalt verkfæri. Auðvitað gerist stundum eitthvað óvænt en annars myndi maður bara deyja úr leiðindum.

Ég er þeirrar skoðunar að Launafl og Héraðsverk eigi nú að stofna félag (með vitund og velvilja ráðherra) sem gerir frávikstilboð í Seyðisfjarðargöng. Aðstoð verði fengin hjá vinum okkar Kare Solhaug, bormeistara og Edvard Dahl, jarðgangaverkfræðingi. Fá tilboð í bor og gera tilboð.

Með góðri arðsemi verður tilboðið langt undir sprengiverðum og kominn væri heilbor í landið í eigu og rekstri Austfirðinga sem í framhaldinu gerir þau göng sem við viljum á mun lægri verðum en áður en með meiri framlegð. Framleiðni vinnunnar við borinn er líka með ólíkindum og mikið borgandi fyrir góðan mannskap.

Mér finnst það hreinn aumingjaskapur ef Austfirðingar geta ekki komið á fót svona fyrirtæki og tekið að sér þetta verkefni. Ég skora hér með á Launafl og Héraðsverk til sinna þessu tækifæri strax. Til þess þarf frumkvæði. Eiga þeir slíkan kraft eða er fjórðungurinn almennt orkulaus, druslast áfram af bírókrötum.

Sigurður Gunnarsson, Seyðisfirði

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar