Austurglugginn fagnar ársafmæli

Nú er eitt ár liðið frá því að fréttavefurinn austurglugginn.is fór fyrst í loftið. Skrifaðar hafa verið yfir sjö hundruð fréttir á vefinn á þessu tímabili. Hann hefur sótt í sig veðrið jafnt og þétt og nú eru um 800 flettingar að jafnaði daglega og fara á stundum yfir þúsundið. Vefnum er eins og fréttablaðinu Austurglugganum ritstýrt af Steinunni Ásmundsdóttur. Einnig skrifa fréttir á vefinn þau Gunnar Gunnarsson, Fljótsdælingur við nám í Reykjavík og Áslaug Lárusdóttir í Neskaupstað. Austurglugginn mun kappkosta að þjónusta lesendur sína með fréttum og fróðleik og hvetur til daglegs innlits. Það er alltaf eitthvað áhugavert í gangi á vefnum! Jafnframt er fólki bent á myndasafn vefsins undir flipanum myndir. Þar er fjöldi mynda af daglegu lífi og sérstökum viðburðum í fjórðungnum.

lb000191.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar