Austurglugginn fluttur á Búðareyri

Austurglugginn hefur flutt skrifstofu sína úr gamla verkalýðshúsinu við Brekkugötu á Reyðarfirði yfir á Búðareyri 7, 2. hæð. Er lesendum blaðsins og öðrum velunnurum þess velkomið að líta þar við til skrafs og ráðagerða.

agl_vefur_lti.jpg

Úgáfufélag Austurlands, eigandi Austurgluggans, hélt aðalfund sinn 28. maí. M.a. kom fram á fundinum að rekstrarstaða blaðsins hefur skánað og var rekstur jákvæður í fyrra í fyrsta sinn frá stofnun blaðsins árið 2001. Stefnt er að aukningu hlutfjár í haust. Stjórn var endurkjörin. Stjórnarformaður er Sverrir Mar Albertsson, gjaldkeri Gunnhildur Ingvarsdóttir og ritari Elma Guðmundsdóttir.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar