Austurglugginn kominn út

Austurglugganum er að þessu sinni dreift á öll heimili á Austurlandi og fylgir blaðinu kynningarblað um Jazzhátíð Egilsstaða á Austurlandi sem hefst í næstu viku á Egilsstöðum, í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Meðal efnis í Austurglugganum er viðtal Gunnars Gunnarssonar við Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finna, um ESB og landbúnaðarmálin, leiðaraumfjöllun um kvenréttindadaginn í dag og viðtal við Sigrúnu Steindórsdóttur sem lauk á dögunum sveinsprófi í húsgagnasmíði, ein fárra kvenna. Þá eru umfjöllun og myndir frá brautskráningu nemenda við Verkmenntaskóla Austurlands og Menntaskólann á Egilsstöðum. Eins og glöggir lesendur hafa eflaust áttað sig á hefur útgáfudegi Austurgluggans verið hnikað til og kemur hann út á föstudögum í sumar. Austurglugginn; - brakandi ferskur og sumarlegur.

agl_kominn_t1_2.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar