Austurland er með'etta
„Ég get ekki beðið eftir að flytja aftur heim!“ „ég get ekki beðið eftir að koma aftur í heimsókn,“ og „ég er ástfangin af Austurlandi“ eru þær tilvitnanir sem voru hvað háværastar við lok ráðstefnunnar Make It Happen sem fram fór dagana 25-27 september. Ráðstefnan var haldin í tilefni af 10 ára afmæli Menningarráðs Austurlands, samstarfi við Vesterålen í norður Noregi og sem hluti af Leonardo Evrópuverkefni Þorpsins, Creative Communities.
Yfir 120 þátttakendur frá um 10 löndum tóku virkan þátt í ráðstefnunni sem stóð frá þriðjudagskvöldi til föstudags. Fyrirkomulagið var óhefðbundið og fengu ráðstefnugestir að ferðast víða um fjórðunginn og upplifa Austurland í víðu samhengi.
Gott samtal og mikill kraftur einkenndi þessa daga og benda fyrstu niðurstöður til þess að fjöldamörg spennandi verkefni geti sprottið upp, hönnuðir, handverksfólk, fólk úr þjónustugeiranum, sveitarstjórnarfólk embættismenn og aðrir áhugasamir skiptust á skoðunum og eru aðilar sammála um að á Austurlandi séu gríðarleg tækifæri og orka sem þarf að beisla.
Við þökkum þeim fjöldamörgu sem heimsóttu okkur allstaðar að úr heiminum og víða frá Íslandi, austfirðingum, starfsfólki Austurbrúar sem tók þátt í undirbúningi og þeim fyrirlesurum sem lögðu grunnin að góðum umræðum og framtíðarþróun skapandi greina á Austurlandi.
Pete Collard og Alice Masters voru meðal ráðstefnugesta og beisluðu hluta á filmu, http://disegnodaily.com/features/make-it-happen. Njótið!