Austurland og ESB

Málþing á vegum Tengslanets austfirskra kvenna um kosti og galla ESB-aðildar Íslands verður haldið á Hótel Héraði, Egilsstöðum kl. 14-17 nú á laugardag. Ýmsum hliðum aðildar verður velt upp og skoðað hvaða áhrif hún myndi hafa á Austurland. Málþingið er öllum opið.

evrpusambandi.jpg

Dagskrá málþingsins: 

Áhrif ESB á landsbyggðina.
Andrés Péturssson, formaður Evrópusamtakanna


Atvinnulíf er betur sett með Evru.
Katrín Júlíusdóttir, formaður iðnaðarnefndar Alþingis

 


Af hverju eru bændur á móti aðild að ESB?
Vigdís M Sveinbjörnsdóttir, formaður Búnaðarsambands Austurlands

 


Eru auðlindir í hættu?
Arnbjörg Sveinsdóttir, í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis

 


Í lokin verða pallborðsumræður.

Verð: 1000 krónur, frítt fyrir félagskonur og þátttakendur á Evrópunámskeiði ÞNA sem endar sama dag.

logotak.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar