Íbúar 600 fleiri en fyrir áratug

Íbúar á Austurlandi eru nú 12.649 samkvæmt miðársmannfjöldatölum Hagstofunnar frá 1. júlí síðastliðnum. Á landinu öllu varð mest fækkun á Austurlandi milli ára, eða um 1.137, eða um 8,2% frá sama tíma í fyrra. Íbúum fjórðungsins hefur fjölgað um þúsund og fimm manns frá árinu 2002 fyrir framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun og eru jafnframt 600 fleiri nú en árið 1999. Hæst varð íbúatala á Austurlandi árið 2007 þegar yfir 15.500 íbúar voru skráðir í fjórðungnum.

crowd.jpg

Íbúum fækkaði í öllum sveitarfélögum Austurlands nema í Breiðdalshreppi. Þar fjölgaði um 14 manns. Hlutfallslega fækkaði mest í Fljótsdalshreppi, sem má rekja til starfsmanna viðkomandi Kárahnjúkavirkjun með skammtímabúsetu á svæðinu. Flestum íbúum fækkar á Fljótsdalshéraði.

 

 

 

Fjöldi íbúa í sveitarfélögum á Austurlandi 1. júlí 2009:  

x

Borgarfjarðarhreppur 137 (fækkar um 6)

x

Breiðdalshreppur 207 (fjölgar um 14)

x

Djúpavogshreppur 449 (fækkar um 7)

x

Fjarðabyggð 4.652 (fækkar um 381)

x

Fljótsdalshérað 3.612 (fækkar um 428)

x

Fljótsdalshreppur 101 (fækkar um 278)

x

Hornafjörður 2.095 (fækkar um 27)

x

Seyðisfjörður 718 (fækkar um 9)

x

Vopnafjarðarhreppur 678 (fækkar um 15)  

 

 

 

Samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár voru landsmenn 319.246 hinn 1. júlí 2009, en þeir voru 319.355 fyrir ári. Þetta jafngildir því að íbúum á landinu hafi fækkað um 109 á einu ári eða um 0,03%. Langt er síðan íbúum Íslands fækkaði milli ára. Það átti sér síðast stað árið 1889.

Milli 1. júlí 2008 og 1. júlí 2009 fjölgaði íbúum í öllum landshlutum að frátöldu Austurlandi (-8,2%) og Vesturlandi (-0,6%). Hlutfallsleg fjölgun á Vestfjörðum nam 2,3% og fjölgaði íbúum um 166 milli ára. Á höfuðborgarsvæðinu búa nú 63,1% þjóðarinnar og fjölgaði íbúum þar milli ára um 629 eða 0,3%. Mestu munar um fjölgun í Hafnarfirði (675) og Kópavogi (600) en athygli vekur að fækkun átti sér stað í Reykjavík (-879) milli ára. Umtalsverð fjölgun átti sér stað á Suðurlandi en þar fjölgaði íbúum um 221 milli ára eða um 0,9%. Á Norðurlandi nam fjölgunin 0,2%. 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar