Björt framtíð er góður kostur

stefan_mar_gudmundsson_bf_web.jpg
Þátttaka mín í stjórnmálum hófst með sveitastjórnarkosningum 2008 þar sem mér bauðst að taka sæti á lista Fjarðalistans í Fjarðabyggð. Það var mikil skóli og ég er þakklátur að fá að taka virkan þátt í að móta nærsamfélagið. 
 
Framundan eru Alþingiskosningar og hefur mér boðist að taka sæti á lista Bjartrar framtíðar. Ég hef verið svo heppinn að fá að fylgjast með mótun flokksins og er stoltur af því að tilheyra þessum góða hópi sem vill breyta því hvernig við stundum stjórnmál. 
 
Þátttaka mín í samfélagsverkefnum hafa mest einkennst af því að vinna með börnum og unglingum og hef ég tekið virkan þátt í skátahreyfinguni og ungmenna- og íþróttahreyfingunni frá því að ég man eftir mér. Ég hef starfað sem þjálfari, framkæmdastjóri innan íþróttahreyfingarinar og sem skátaforingi. Nú síðustu árin hef ég unnið sem íþrótta-, smíða, umsjónakennari og skólastjóri og í dag er ég aðstoðarskólastjóri á Reyðafirði. Þátttaka mín í  félagsstöfum hefur nært mig og fært mér þá gæfu að fá að starfa með æsku þessa lands sem er ómetanleg reynsla. 

Skátahreyfinginn kenndi mér það sem stofnandi skátahreyfingarinnar, Róbert Baden Powell, lagði upp með: skáti er hjálpsamur, skáti er glaðvær, skáti er traustur, skáti er náttúruvinur, skáti er tillitssamur, skáti er heiðarlegur og skáti er samvinnufús. Mér finnst svo merkilegt hvað hugmyndafræði Bjartrar framtíðar og skátahreyfingarinnar eru í raun líkar. Gleði, heiðarleiki, samvinna og sátt eru allt gildi sem ættu að vera ofarlega á blaði í stjórnmálunum.

Björt framtíð er nýr flokkur sem leggur meðal annars mikla áherslu á fjölbreytni, umhverfismál, mannréttindi, og meiri sátt. Flokkurinn talar ekki í kosningaloforðum heldur í markmiðum og leggur mjög mikla áherslu á að horft sé til framtíðar í öllum ákvörðunum sem teknar eru. 

Ég vona að Björt framtíð nái góðri kosningu. Þau mál sem ég tel hvað brýnust hér á Austurlandi eru bættar samgöngur, öflug grunnþjónusta, jöfnun húshitunarkosnaðar og að tryggt sé að fjarskipti (netsamband) aðgengi að tryggu rafmagni sé það sama um land allt. 

Ég hvet alla til að kynna sér stefnuna á bjortframtid.is en einnig má finna góðar upplýsingar í bæklingnum okkar.

Höfundur skipar þriðja sætið á lista Bjartrar Framtíðar í Norðausturkjördæmi.



Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.