Nú er sannkölluð sumarblíða á Austurlandi og hiti um og yfir 22 stig og hvergi lægri en 15 gráður. Heiðskírt er víðast um fjórðunginn og hægur vindur. Margt er ferðamanna um allar trissur og tjaldsvæði víða þétt setin. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát.
Mynd: Hoppað og skoppað í blíðviðrinu á yndisfögru tjaldsvæði við Stóra-Sandfell í Skriðdal./SÁ
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.