Ekki missa af Austurglugganum!

Nýr Austurgluggi kom út í dag.

Í blaði þessarar viku er meðal annars fjallað um framtíðaráform varðandi fullvinnslu matvæla á Breiðdalsvík, hugmyndir um safn tileinkað kommunum í Neskaupstað, sóknarhug í ferðaþjónustu á Borgarfirði eystra, veitingu Þorrans 2009 og ýmislegt sem er í deiglunni hjá Fljótsdalshreppi. Hjörleifur Guttormsson skrifar um Drekasvæðið og fyrirhugaða olíuvinnslu. Helgi Hallgrímsson skrifar samfélagsspegil blaðsins að þessu sinni og er á heimspekilegum og jafnvel stjarnfræðilegum nótum. Matgæðingurinn er á sínum stað með lystilegar og meinhollar uppskriftir.

Austurglugginn fæst á öllum betri blaðsölustöðum á Austurlandi. Áskriftarsími er 477-1571.

ax005-538.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar