Erna Indriðadóttir: Helstu áherslur
Erna Indriðadóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í annað sætið á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi í prófkjöri flokksins eftir rúman mánuð. Hér kynnir hún helstu áhersluatriði sín.
- Að ljúka viðræðum við ESB. Deilur um hvað aðild að Evrópusambandinu mun hafa í för með sér fyrir Ísland hafa staðið linnulaust í mörg ár, án þess að nokkur viti með vissu hver áhrifin verða. Það á að ljúka viðræðunum og ganga til atkvæða um samninginn.
- Að brúa gjá milli landsbyggðar og höfuðborgarinnar. Það þarf að auka skilning fólks á höfuðborgarsvæðinu á málefnum landsbyggðarinnar – og öfugt. Ég vil innleiða markvissari aðgerðir í byggðamálum og tel rétt að veita þeim tímabundinn skattaafslátt sem ráða sig til starfa á landsbyggðinni.
- Að efla atvinnulíf í landinu, til að unnt verði að komast hjá frekari skattahækkunum á einstaklinga og fyrirtæki. Ég tel að samþykkja eigi þá rammaáætlun óbreytta, sem fagleg verkefnisstjórn okkar bestu sérfræðinga vann að og lagði fram. Við eigum að nýta orkuna til uppbyggingar í landinu, á sjálfbæran hátt og þannig að fólkið í landinu fái sem mest fyrir hana.
Það er mikilvægt að fyrirtæki í sjávarútvegi greiði sanngjarnt veiðigjald fyrir afnot af auðlindum sjávar, en janframt verður að tryggja að ekki sé dregið úr möguleikum greinarinnar til að þróast og skila viðunandi tekjum.
Það þarf að marka skýrari stefnu um það hvernig við viljum að ferðaþjónustan í landinu þróist og tryggja að aðgangur að viðkvæmum svæðum valdi ekki náttúruspjöllum.
Öll fyrirtæki þurfa að búa við lífvænleg rekstrarskilyrði. Það er stjórnvalda að skapa þau, en ekki að miðstýra atvinnulífinu beint og óbeint. Það þarf einnig að skipuleggja betur hvernig við tökum á móti erlendum fjárfestum og efla nýsköpun á öllum sviðum.
Það er mikilvægt að fyrirtæki í sjávarútvegi greiði sanngjarnt veiðigjald fyrir afnot af auðlindum sjávar, en janframt verður að tryggja að ekki sé dregið úr möguleikum greinarinnar til að þróast og skila viðunandi tekjum.
Það þarf að marka skýrari stefnu um það hvernig við viljum að ferðaþjónustan í landinu þróist og tryggja að aðgangur að viðkvæmum svæðum valdi ekki náttúruspjöllum.
Öll fyrirtæki þurfa að búa við lífvænleg rekstrarskilyrði. Það er stjórnvalda að skapa þau, en ekki að miðstýra atvinnulífinu beint og óbeint. Það þarf einnig að skipuleggja betur hvernig við tökum á móti erlendum fjárfestum og efla nýsköpun á öllum sviðum.
- Að tryggja velferð fyrir alla. Það þarf að bæta kjör þeirra sem lakast eru settir og við eigum að útrýma fátækt og standa vörð um gott mennta- og heilbrigðiskerfi. Málefni aldraðra, öryrkja, einkum geðsjúkra, og málefni innflytjenda eru mér sérstaklega hugleikin. Þá hef ég mikinn áhuga á jafnrétti kynjanna.
- Að bæta vinnubrögð. Ég hef áhuga á að leggja mitt af mörkum til að pólitísk umræða verði faglegri en hún er í dag og vinnubrögð einnig. Málefnalega umræðu þarf að efla verulega og útrýma þeirri hvimleiðu umræðuhefð sem byggist á persónulegu karpi og ásökunum.
- Að auka samráð og samvinnu. Stjórnvöld þurfa að innleiða enn nánara samráð við fólk, stofnanir og fyrirtæki áður en þau hrinda í framkvæmd lagabreytingum sem hafa umtalsverð áhrif í samfélaginu. Ein þeirra leiða sem skilað hafa góðum árangri í Kanada og Bandaríkjunum er eð beita svokallaðri sáttamiðlun í deilum til dæmis um skipulagsmál. Slíkar aðferðir ætti að kynna hér á landi. Það er mikilvægt að ekki sé ráðist í umfangsmiklar breytingar án þess að fyrir liggi hvaða afleiðingar þær hafi í för með sér.