Ferðafagnaður laugardaginn 18. apríl

Það stefnir í góða þátttöku í Ferðafagnaði á Austurlandi og heimamönnum og gestum standa fjölþættir og forvitnilegir viðburðir til boða um allan fjórðung. Ferðafagnaður, kynningar- og hátíðisdagur íslenskrar ferðaþjónustu er næstkomandi laugardag. Austfirðingar eru hvattir til að kynna sér á vefjunum á www.ferdafagnadur.is og www.east.is hvað austfirsk ferðaþjónusta býður þeim að skoða og njóta.

lomundarfjrur_thomas_skov.jpg Grunnhugmynd Ferðafagnaðar, sem áður hét Ferðalangur í heimabyggð, er að ferðaþjónustan veki athygli á skemmtilegri og víðfeðmri starfsemi sinni og geri almenning meðvitaðri um allt það góða sem ferðaþjónustan hefur upp á að bjóða. Viðburðurinn hefur vaxið ár frá ári. Reynslan sýnir að íbúar kunna vel að meta að kynnast þeim fjölbreyttu afþreyingu sem er í boði á heimslóð. Fyrir ferðaþjónustuna er þetta frábært tækifæri til að kynna það sem er í boði fyrir ferðamenn.  

Markmiðið er tvíþætt: Annars vegar að kynna það sem er í boði fyrir erlenda sem innlenda ferðamenn því vel upplýstir heimamenn sem þekkja fjölbreytta möguleika í boði eru bestu sölumenn sem starfa í þágu ferðaþjónustunnar. Hins vegar er markmið Ferðalangs að ferðaþjónustan bjóði heimamenn velkomna.

Austurland og stórhöfuðborgarsvæðið taka þátt í Ferðafagnaði í ár.  

Vefur Ferðafagnaðar er www.ferdafagnadur.is

 og eftir sveitarfélögum á www.east.is

Ljósmynd: Loðmundarfjörður/Thomas Skov

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar