Fimm austfirskar konur fengu styrki til atvinnuuppbyggingar
Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir • Skrifað: .
Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, afhenti hinn 24. nóvember síðastliðinn styrki til atvinnumála kvenna við athöfn sem fór fram í Þjóðmenningarhúsinu. Fimmtíu milljónir króna voru til úthlutunar að þessu sinni og voru veittir 56 styrkir að þessu sinni. Umsóknir sem bárust voru 246 talsins hvaðanæva af landinu. Fimm austfirskar konur hlutu styrk.
Verkefnin sem hlutu styrk að þessu sinni voru afar fjölbreytt svo sem þjónusta af ýmsu tagi, framleiðsla, hönnun og félagsleg verkefni. Tíu umsækjendur fengu hæsta mögulega styrk eða tvær milljónir króna. Austfirðingar sem hlutu styrk voru:Rannveig Þórhallsdóttir með verkefnið sagnabrunnur, hlaut 1.000.000 kr.700IS Hreindýraland, hlaut 1.000.000 kr. Hrefnuber og jurtir, hlaut 640.000 kr. Kartín Birna Þráinsdóttir, viðhald og viðgerðir á blásturshljóðfærum, hlaut 300.000 kr. Gunnhildur Garðarsdóttir, hunda- og kattahótel hlaut 300.000 kr.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.