Fimmtán dýr afgangs

Ekki tókst að veiða fimmtán hreindýr af 1.333 dýra veiðikvóta ársins. Hreindýraveiðitímabilinu lauk á mánudag. Þetta er samt metveiði, enda hefur kvótinn aldrei verið jafn hár.

 

ImageAf dýrunum fimmtán sem ekki náðust voru flest á svæði 9, sex kýr og tveir tarfar. Á svæði þrjú sluppu sex kýr og ein á svæði fimm.
Þyngsti tarfurinn veiddist á svæði sex í ágúst. Hann vóg 120 kílógrömm. Davíð Þór Valdimarsson veiddi hann en leiðsögumaður var Magnús Karlsson, bóndi á Hallbjarnarstöðum í Skriðdal.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar